Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Side 39

Skátablaðið - 01.12.1967, Side 39
og hvernig og hvar þær vildu lifa. En þær voru öll ein þjóS, sem lifði saman og voru vinir. Þær íöluðu sömu tungu, léku sér og sungu sam- an. Á hverjum degi söfnuðust þau til ráðstefnu. Allir voru ánægðir, öll dýrin átu gras, blöð, plöntur eða ávexti, sem uxu á móður jörð. En dag nokkurn kom úlfurinn ekki fil ráðstefnunnar, til þess að tala og syngja með hinum. ,,Ég er dauð- þreyttur á að éta gras,“ sagði hann. ,,Mér býður við blöðum og ávöxtum. Ég vil fá eitthvað, sem bragð er að. Ég vil fá eitthvað annað.“ Það var kyrrð í skóginum, því all- ir voru á ráðstefnunni. Úlfurinn lagði sig niður og von bráðar kom svefn- inn eins og þokuský og byrgði íyrir augu hans. Þá kom sá vondi til hans og lagði kjöt fyrir framan nasir hans, skipaði honum að opna munninn og borða. Úlfurinn hrökk upp. Hann fann ennþá þessa yndislegu kjötiykt. Þetta var dásamlegt og sá vondi sagði við hann: „Þú skalt aldrei borða gras framar. Skömmu seinna kom hérinn heim frá ráðstefnunni. Úlfurinn stökk á hann, drap hann og át kjötið. ☆ Fá því þetta gerðist, íór úlfurinn einförum, hann kom ekki á vleiri ráð- stefnur. Hann hélt sig inni í skóg- inum og þegar smærri dýrin hittu hann heilsuðu þau honum glaðlega og hann stökk á þau og át þau. Fuglarnir heilsuðu honum og sögðu: ,,Þú varst ekki á ráðstefnunni í dag.“ Og hann stökk á þau og át þau. Þegar fuglarnir og hin dýrin kom- ut að raun um aðfarir úlfsins, íorð- uðust þau hann, þau vildu ekki ræða við hann framar. Þau voru dauð- hrædd við að vera í nálægð hans. Þegar óttinn komst inn í hjörtu dýranna, átti tortryggnin einnig Qreiða leið til þeirra. Og áður en langt um leið voru öll dýrin tekin að tortryggja hvort annað. í hvert sinn, sem tór dýr nálguðust drógu Þau sig til baka og ögðu við sjálfa sig: „Úlfurinn var einu sinni vinur okkar, hver veit nema þetta dýr hafi líka breytzt, alveg eins og hann.“ Fuglarnir héldu sig hátt uppi und- ir himninum og litlu dýrin voru hætt að koma á ráðstefnurnar. Þau stóru komu til ráðstefnunnar og sögðu hvert við annað: „Hvar eru liilu dýr- in? Hvar er úlfurinn? Af hverju eru fluglarnir uppi í trátoppunum? Áður fyrr voru allir saman á ráðsfundun- um.“ Og fuglarnir svöruðu: „Úlfurinn hefur breytzt, hann er ekki lengur vinur okkar. Hann er ekki lengur vinur neins, sem er honum vanmátt- ugri. Hann drepur og étur vuglana og litlu dýrin.“ Þegar stóru dýrin heyrðu þetta, urðu þau leið, og reiði þeirra við úlfinn var mikil. Óttinn gerði öll litlu dýrin mjög varkár. Þau þvísluðu hvert til ann- ars. „Úlfurinn laumast um, og hlustar eítir því, sem við segjum. Við verðum að breyta máli okkar, svo hann skilji ekki, hvað við ræðum um.“ Ekki leið á löngu, unz öll dýrin, smá og stór, höfðu öðlast tortryggni hvert í annars garð og þau höfðu eigin mál og tákn, sem enginn ann- ar skildi. Óttinn barst um allt. Meira að segja hinir mismunandi flokkar manna breyttu tungum sínum, svo að enginn mætti nema þeirra mál, væri hann af öðrum flokki. Ráðstefnunrnar lögðust niður, dýr- in heilsuðust aðeins, ef langt var í millum þeirra. Eftir nokkra hrið höfðu þau gleymt því máli, sem eitt sinn hafði hljómað af vörum allra lifandi vera. Þess vegna er þess enginn kostur, að þær verði vinir á ný. Þær munu aldrei getað talazt við á sama máli. Þetta er orsök þess, að af öllu lifandi á jörðunni, er úlfurinn mest hataður og fyrirlitinn. Enginn vill vera vinur hans, enginn treystir hon- um. í augum annarra dýra er hann erki-óvinurinn, sem um eilífð verður útlægur. & Undarleg sigling Spygats skipstjóra Spygats skipstjóri var vanur að sigla á mjög undariegan hátt. Við vorum svo heppnir að ná í leiðarbók hans, og langi þig í siglingu, fáðu þér þá pappírsörk 30x20 cm. Láttu merki tveim sentimetur frá neðsta kanti og 6 cm frá bakborðs (vinstri) hlið. Hér byrjar gæzluferðin (1 sjómíla = 1 cm). 1. 4 sm NV, 2. 6 sm A, 3. 2 sm N, 4. 2 sm A, 5. 3 sm NNA, 6. 2 sm A, 7. 4 sm SSV, 8. 3 sm A, 9. 1 sm NV, 10. 1 sm V, 11. 1 sm NNA, 12. 3 sm A, 13. 2 sm SSA, 14. 1 sm V, 15. 2 sm S, 16. 4 sm A, 17.1 sm N, 18. 2 sm A, 19. 2 sm SSA, 20. 3 sm SV, 21. 151/2 sm V. Lausn í næsta blaði. SKATABLAÐIÐ 135

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.