Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Page 43

Skátablaðið - 01.12.1967, Page 43
Starfið. Þú verður félagi í flokki, sem í eru sex eða sjö meðlimir, sem allir halda saman, allt árið. Flokkurinn er eitthvað óaðskiljanlegt. Sjóskátaflokkur er aldrei alveg full- búinn. Hópur af félögum, sem allt- af geta bætt eitthvað flokkinn, kannski eruð þið bezti flokkurinn í sveitinni. Flokkurinn á að vera reglulegur sjó- skátaflokkur, þar sem allir hafa sitt verkefni, og allir félagarnir finna til ábyrgðar í flokknum og sjóskátastarfinu. Að vera sjóskáti er ekki bara að sigla. Haust, vetur og vor er sjóskátinn, eins og aðrir skátar, úti á víða- vangi. Foringinn þinn, félagarnir og lífið á sjó og víðavangi æskir þess að þú lærir eitthvað. Það er ekki nóg að félagarnir hjálpi þér af stað ef þú vinnur ekki sjálfur. Til þess að vera ekki á eftir verður þú að taka prófið, og vera viðbú- inn öllu sem að höndum getur bor- ið og þjálfa líkama þinn. Með því að vera sjóskáti kemst þú oft á sjó, en þú skalt ekki halda að þú skemmtir þér án vinnu, það verður að halda bátnum við. Skafa, X / / Það er nú auma lifið um jólin, eftir að þeir hættu með vaxkertin. ▼ bursta, mála, sauma segl, laga vélina og gera við það sem þarf, vinna og aftur vinna. Alltaf þarf að aga, hvort sem þú ert einn eða með félögum þínum. Ef þér þykir þetta strangt fyrir þig, þá skalt þú ekki taka sæti í flokknum, ekki einu sinni stuttan tíma, það eru alltaf aðrir, sem biða. Lúlli: „Af hverju sendirðu Skáta- blaðinu ekki þessa skrýtlu? Hún er stórsniðug." Bjössi: „Það get ég ekki.“ Lúlli: „Af hverju?" Bjössi: „Ég las hana einmitt þar.“ A. : „Af hverju fór Mikki Mús í leið- angur út í geiminn?" B. : „Af því, að hann vildi finna Plútó." Jónas: „Þegar bókavörður ver á laxeviðar, hverju beitir hann þá?“ Svenni (annars hugar): „Bóka- ormum." I LfliAICMH SKATABLAÐIÐ 139

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.