Skátablaðið - 01.12.1967, Page 46
UDET
Spad I3
FLUG
Frægar flugvélar og
flugmenn úr fyrri heims
styrjöldinni
FOKKER D7
Fokker D7 var ein bezta flugvél
Þjóðverja í fyrri heimstyrjöldinni. Hún
var einföld að byggingu, auðveld að
fljúga henni, og sérstaklega lipur í
mikilli hæð. Hún notaði 180 ha.
Mercedes hreyfil, sem gaf henni 117
mílna hraða í 3000 feta hæð, og
gat klifrað upp í 13000 fet á 22 min-
útum. Hún vó íullhlaðin, 2000 pund,
og var vopnuð tveimum Spandau
Frægasti flugmaðurinn, sem flaug
Fokker D 7 var hinn ungi Ernst Udet,
en hann skaut niður næst flestar
vélar bandamanna, á eftir Richt-
hofen, Rauða Baróninum, eða 62
vélar.
Bruno Loerser og Herman Göring,
flugu einnig D7 og þessir þrír ílug-
menn stjórnuðu flugsveitum Rauða
Sirkussins, flugdeildar Richthofens,
en eftir dauða hans tók Göring, sem
var yfirmaður þýzka flughersins i
seinni heimstyrjöldinni, við.
142
SKATABLAÐIÐ