Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Síða 50

Skátablaðið - 01.12.1967, Síða 50
JÓN FANNBERG: Af §íðnm mótiblaðanna ar sem í upphafi stóS til að semja þessa grein eftir frásögnum móts- blaðanna, en þau reyndust aðeins þrjú er til kom, og ég sjálf- ur sótti ekkert þessara móta verður ekki hjá því komizt að þessi grein verði miklu umfangsminni en íil stóð, sérstakiega þar sem sáralítið er á mótsblöðunum að græða. í sumar voru haldin fimm opin mót, og tvö innandeildamót, sem mér er kunnugt um. Þeirra stærst og veg- legast voru Vaglaskógarmót Akur- eyringa og Botnsdalsmót Skaga- manna. Fyrsta mótið var að venju vormót Hraunbúa, það 27., og þriðja í röð- inni, sem haldið var í Krýsuvík. Þar kom út mótsblað, „Labbi“, þriðji ár- gangur, og tekur fyrri árgöngum fram, aðallega hvað snertir íjölda þrentvilla, enda blaðamenn hans sennilega óttalegir labbakútar. En burtséð frá öllum svívirðingum um starfsbræður, þá fann ég engar upp- lýsingar í blaðinu um það hvenær mótið var hldið, nema að það var rigning þá. Mótsstjórar voru þrír: Rúnar Brynjólfsson, Rebekka Árna- dóttir og Jón K. Jóhannsson, og í Labba getur að líta lýsingar á klútum þessa fólks, sem og annars starfs- liðs, og komu þar fyrir hvorki meira né minna en 11 litir. Annars saman- stendur Labbi aðallega af söngvum, bröndurum, og ekki sízt rigningar- lýsingum. 29/6—7/7 var yndislegt veður í Botnsdal, og er það íurðulegt, því löngu var búið að auglýsa skátamót þar, þá daga og hljóta veðurguðirnir að hafa gleymt sér. En þar sem ekki var gefið út neitt mótsblað í Botns- dal, er fátt heimilda um það mót. Heyrt hef ég þó næturleik þess mikið rómaðann, og svo er jú alltaf gaman og gott veður á Botnsdalsmótum. Þá erum við komin að aðalmóti sumarsins, em haldið var í Vagla- skógi í tilefni 50 ára afmælis skáta- starfs Akureyringa. Ég var svo heppinn að fá greinar- góða skriflega lýsingu af því, sem ég hef stuðst við, gerða af Valdísi Þor- 146 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.