Skátablaðið - 01.12.1967, Page 59
betri en hjá áhugasamasta nýliðaflokk. Til
dæmis hefur einn flokksmanna mætt á 150
fundi í röð síðastliðin 10 ár. Aðalsvið starfs-
ins er uppbygging og viðhald flokksins inn
á við, og þá aðallega með listkynningum,
fyrirlestrum, samræðum og öðrum sameigin-
legum áhugamálum, og eru fundirnir mjög
formlegir. Ennfremur vinna þeir að ýmsum
verkefnum í þágu skátahreyfingarinnar, og
nokkrir þeirra gegna störfum innan skátafé-
laganna, og sýnir hin veglega gjöf þeirra
glöggt, hvern hug þeir bera til skátahreyfing-
arinnar.
SKÁTABLAÐIÐ óskar Útlögum til hamingju
með afmælið og vonar að þeir eigi eftir að
starfa annan aldarfjórðung af jafn miklum
þrótti og hingað til.
Gjaldkeri Útlaga, Arnbjörn Kristinsson, afhendir Skáta-
höfðingja rausnarlega peningagjöf, kr. 50.000,- til BÍS,
frá Útlögum.
Útlagar og stjórn BÍS. — Talið frá vinstri: Kristinn Ó. Guðmundsson, Berent Th. Sveinsson, Magnús Kristinsson,
Björgvin Torfason, Borghildur Fenger (Stjórn B í S), Karl Guðlaugsson, Anna Kristjánsdóttir, framkv.stj. BÍS,
Arnbjörn Kristinsson, Sigurjón Kristinsson, Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi, Theodór Georgsson, Þorsteinn Ein-
arsson, Gísli Guðlaugsson (flokksforingi 1967-68), Hrefna Tynes, varaskátohö'ðingi, Sveinn Björnsson, Kári Þ.
Kárason, Guðjón Eyjóifsson, gjaldkeri BÍS, Friðrik Haraldsson, Eiríkur Haraldsson. Á myndina vantar Hörð Har-
aldsson og Einar Val Bjarnason.
SKÁTABLAÐIÐ
155