Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 69

Skátablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 69
FRANCH skrifar andalag ísl. skáta hefur nú gefið út Skátamerkin eða jólamerki skáta í 10 ár. Og á þessu 10 afmæli Skáta- merkjanna hef ég lofað ritstjóra SKÁTABLAÐSINS að svara spurningunni: „Hvernig stóð á Því að hafin var útgáfa á Skátamerkj- unum 1957?“ m 't, ara Það má segja að margt hafi komið til. Á því ári átti skátahreyfingin 50 ára afmæli og svo var fjárhagur B(S fnjög bágborinn, og raunar skátafé- laganna líka. Lítið var hægt að gera vegna fjárskorts. Svo var það að boðaður var fundur í stjórn BÍS 6. nóvember á heimili skátahöfðingjans dr. med. Helga Tómassonar, að Kleppi. Ég var þá í stjórninni, hafði verið það frá 1948, og var því kunn- ugur fjárhagnum, þó að ég væri ekki gjaldkeri. Ekki vissi ég hvaða mál áttu að ræðast á fundinum, er ég lagði af stað að heiman. Ég var einn í bíl mínum og var að hugsa um vjár- hag skátahreyfingarinnar og velta því fyrir mér, hvað væri hægt að gera, er Þeirri hugmynd skaut upp, að útgáfa jólamekja gæti bætt til muna ástand- ið. Ef til vill hefur mér dottið þetta f hug af því að ég hef lengst af fengizt við frímerkjasöfnun. Á fundinum voru mörg mál til um- ræðu. En undir dagskrárlið „Önnur mál“, sem var síðast á dagskrá, ræddi ég þessa hugmynd mína. En við skulum fletta upp fundargerðinni frá 6. nóvember 1957, og setja hér upphaf fundargerðarinnar og síðasta málið: Fundur stjórnar B.Í.S. haldinn að Kleppi 6. nóv. 1957. Mættir: Helgi Tómasson skátahöfðingi, Jónas B. Jónsson varaskátahöfð- ingi, Hrefna Tynes, Hólmfríður Haraldsdóttir, Sigurður Ágústs- son og Franch Michelsen, auk framkvæmdastjóra B.Í.S. Tryggva Kristjánssonar. Tillaga frá Franch Michelsen svohljóðandi: Stjórn BÍS ákveður að gefa út jólamerki nú fyrir jólin. Merki þessi skulu vera með ieiknimynd af Baden-Powell og þrentuð í tveim litum. Áritun skal vera: Skátajól 1857 - 22/2 - 1957. Hvert merki skal selt á 50 aura stykkið. Helmingur söluverðs skal renna til skátafélaganna. Tillagan var samþykkt. Franch falið að annast framkvæmdir í málinu. Fundi stjórnaði Helgi Tómas- son, en ritari var Hrefna Tynes og undirrituðu þau íundargerðina. Já, tillagan fékk góðar undirtektir. Ég vildi hafa mynd af B.-P. þar eð á árinu voru liðin 100 ár frá íæðingu hans (fæddur 22. febrúar 1857). Nú, svo voru 50 ár frá því hann stofn- aði skátahreyfinguna (sumarið 1907). Það var því tvennt, sem við gátum minnst með þessari útgáfu. Auk þess, sem ég hélt fram, að þetta ætti eftir að gefa bandalaginu og skáta- félögunum góðar tekjur. Þetta var 6. nóvember og stutt í jólasölu. Ennþá var margt, sem þurfti að gera, áður en hægt var að hefja útgáfuna. Það þurfti t. d. að teikna merkið. Mér fannst liggja beinast við, að ég sneri mér til gamals skáta, Eggerts Guðmundssonar listmálara, og bæði hann að sjá um þetta íyrir okkur. Eggert tók þessu vel, þó að ég segði honum að hann fengi ekk- ert fyrir verkið. Hann teiknaði ramm- ann, en benti mér á að nota mynd af B.-P. eftir málverki, sem gert var af hinum kunna listmálara David Ja- egar. Þetta var gert og samið við prentsmiðju um prentun á 5 þúsund örkum, með 12 merkjum í hverri, eða alls 60.000 stk. Svo var eitt atriði ennþá, sem þurfti að athuga og það var lögfræði- lega hliðin á útgáfunni, sem lá ekki alveg Ijóst fyrir. En eftir að hafa rætt við Baldur Möller í Dómsmáiaráðu- neytinu (nú ráðuneytisstjóra) og Geir Hallgrímsson þá hdl. (nú borgar- stjóra í Reykjavík) var ákveðið að hefja útgáfuna. Báðir þessir ágætu menn eru gamlir skátar. Geir sagði við mig: „Gefið þið út merkin, ég skal taka ábyrgð á þeim.“ og þar með var allt sett í gang. Sú breyting var gerð á samþykkt bandalagsstjórnarinnar, að fella nið- SKATAB LAÐ IÐ 165
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.