Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 15
47 með fullkominni vissu haldiS því fram, að í gamla tesfa- mentinu, eins og það liggr fvrir oss, er eining guðdóms- ins sú hugmvnd, sem allt er byggt á, frá elzta ritinu til þess vngsta. 2. En eingyðistrúin er ekki eini þáttrinn, og jafnvel ekki aðal-þáttrinn, í trúarbrögðum ísraels. Eftir allt saman liggr frábærleikr trúarbragða gamla testamentis- ins ekki svo mjög í því, sem þar er sag't um sjálfa eigin- ieika guðs, um að guð sé einn o. s. frv., lieldr miklu fremr í því, sem þar er sag't um afstöðu guðs gagnvart manninum, um náð við hehninn, sem kemr fram í ráð- stöfunum hans. Engin trúarbrögð hefja manninn eins hátt og trúarbrögð biblíunnar, er þau sýna hann skapað- an í guðs mynd, og fœran um að þekkja guð, elska hann og hjóna honum; og engin trúarbrögð setja hann svo lágt, er þau sýna hann sokkinn niðr í hyklýpi guðleysis ins, og ófœran til að bjarga sér úr sekt þeirri og þræl- dómi, sem guðleysið hefir bakað honum. En lofsverð- ust eru trúarbrögð biblíunnar — bæði gamla og nýja. t.estamentisins — fvrir það, að gagnvart þessarri mynd af sívaxandi guðleysi og spilling mannkynsins birtist þar nálega frá fyrstu síðu bókarinnar önnur, sem sýnir framhaldandi augnamið og ráðstafanir guðs til hjálp- ræðis föllnu mannkyni. Biblíusagan er í raun réttri — eins og Jónatan Edwards kemst að oi'ði — „saga hjálp ræðisins“. Sé mikið gjört úr sýkinni, þá er kostr á lækning, sem dugar við henni, jafn-voðaleg og liún er sýnd í biblíunni. „Þar sem syndin yfirgnæfði, þar yfir gnæfði náðin enn meir.“ Þetta leiðir oss aftr að hug myndinni um augnamið, en sýnir oss betr en áðr, hvað þetta augnamið er. Það er náðarráð guðs til frelsunar manninum, sem birtist þar stig af stigi. Það er þetta, sem gjörir ritninguna að einni heild, sem myndar þann gull-þráð, er liggr í gegn um söguna, sálmana, spádóm ana, guðspjöllin, pistlana, og knýtir það allt saman. Og í engum trúarbrögðum finnst nokkuð, er líkist þessu hið allra minnsta. Helzt mætti nefna Zóróasters-kenning, sem setr fram í óljósu goðsagna-formi lmgmynd um bar- áttu milli góðs og ills, og sigr hins góða að lokum. En

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.