Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1910, Side 24

Sameiningin - 01.04.1910, Side 24
56 tíu börn. Eru fimm þeirra á lífi og öll í Selkirk. Sigrbjörg var ágætis-kona og bezta móðir, eljunar-kona mesta og ávallt til þess búin aö vera með og hjálpa áfram hverju góðu fyrirtœki. Hún var áhugamikil safnaðarkona, og bar kristindómsmálin fyrir brjósti sér. Sýndi hún það fram í andlátið með því að áminna dóttur sína, sem spilar á orgelið í kirkju safnaðarins, í því hún kvaddi hana, um að „muna að vera dugleg að spila fyrir kirkjuna.“ í sæti sínu var hún í kirkjunni, þegar hún var heilbrigð og henni var unnt, með sálma- bókina sína, og söng. Beztu stundir sínar, sagði hún, væri í kirkj- unni. Forstöðukona kvenfélags safnaðarins var hún, og vann þar með frábærum dugnaði. Hafa því íslendingar í Selkirk misst mikils í við fráfall Sigrbjargar. Við útför hennar var minnzt þess- arra orða Biarna Thórarensens: „Víst segja fáir hauðrið hrapa húsfreyju góðrar viðr lát, en hverju venzla-vinir tapa vottinn má sjá á þeirra grát.“ Og eru margir þeir „venzla-vinir“ hér, er sakna Sigrbjargar heit- innar. Guð blessi minning hennar. N. S. Th. Lexíur fyrir sunnudagsskólann 1910 fMaí og Júníý. Annar ársfjórðungr: V. Sd. 1. Maí (5. e. p.J : Matt. 12, x—14 ('SabbatsmálJ. VI. Sd. 8. Maí (6. e. p.J : Orðskv. 23. 29—35 ('Bindindislexíaj. VII. Sd. 15. Maí ('hvítasunnudagj: 1. Kor. 12. 1—21 fVerk andans—hvítasunnulexiaj; eða: Matt. 12, 22-32, 38-42 ('Hatr til Jesú vaxandaj. VIII. Sd. 22. Maí (trínitatisJ: Matt. 14, 1—12 ('Dauði Jóhann- «sar skíraraj. IX. Sd. 29. Maí (T. e. tr..J : Matt. 14. 13—21; 15, 29—39 ('Mett- unar-undrinj. X. Sd. 3. Júní (2. e. tr.J : Matt. 14. 22—36 fjesús gengr á vatn- inuj. XI. Sd. 12. Júní (3. e. tr.Jx Matt. 15, 21-28 JKanverska konanj. XII. Sd. 19. Jún (4. e. tr.J: Matt. 13, 1—9 og 18—23 ('Dœmi- sagan um sáðmanninnj. XIII. Sd. 26. Júní J5. e. tr.J: Matt. 13, 24—30 og 36—43 (TIl- gresið á rneðal hveitisinsj. Hr. Elis Thorwaldson, féh. kirkjufélagsins, kvittar fyrir fjár- upphæðum þeim, sem nú skulu tilfœrðar: — aj Safnaðagjöld: frá Breiðuvíkrsöfn. $3, Mikleyjarsöfn. $3.75, Vestrheimssöfn. $5.20, Lincoln-söfn. $7, 95, Árdalssöfn. $9.30, Árnessöfn (T908J $4.70, Ár- nessöfn. (1909) $3.15. — bj í heiðingjatrúboðs-sjóð: frá bandalagi >

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.