Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 7
103
ingarlirópi í rœðum presta og prédikara uú á dögum.
Hjá sumum mun það varla eða ekki heyrast. Hjá öðr-
um ber aftr meir á því, og hjá stöku manni töluvert
mikið. Það getr verið umkugsunarefni fyrir oss, sem
erum að myndast við að prédika fagnaðarerindi drott-
ins, hvort vér látum nógu mikið á þessu bera. Þörfin á
vakning er sjálfsagt eins mikil nú og nokkru sinni verið
hefir.
En hvað svo sem prédikununum líðr, þá er það hið
mesta alvörumál fyrir livern einstakiing, að ganga úr
skugga um, hvort hann eða hún hafi í raun og veru tekið
sinnaskifti. Miklu meira alvörumál en öll önnur vanda-
mál eða áhugamál saman lögð. Þó eru sjálfsagt margir
í vafa um þetta. Úr þeim vafa ætti allir að gjöra sér
far um að komast, og það svo fljótt sem framast má
verða.
Hvað er það þá, að taka sinnaskifti? Svarið er ofr
einfalt. Maðr verðr að iðrast synda sinna og trúa á
drottin Jesúm Krist. 1 þessu tvennu eru sinnaskiftin
fólg'in.
Spyrja mætti þá, hve ákveðið þetta tvennt eigi að
vera. Svo ákveðið að minnsta kosti, að alvara sé í
hvorutveggja. Iðranin verðr að vera hrein, einlæg og
ákveðin. Trúin getr í fyrstu verið veik, en hún verðr
eigi að síðr að vera einlæg og sönn. Og sé trúin á annað
borð sönn og einlæg, þá á hún fyrir hendi að styrkjast
og vaxa, þtú maðr leitast þá fremr við að verða fyrir
þeim áhrifum, sem styrkja trúna og auka, en þeim, sem
veikja hana eða eyða henni með öllu.
Ilöfum vér þá gjört þetta? Höfum vér í alvöru
snúið oss tíl drottins? Höfum vér iðrazt synda vorra?
Trúum vér á drottin Jesúm Krist, sem frelsara vorn frá
svnd og eilífum dauða? Látum oss öll spyrja oss sjálf
að þessu. Og látum oss svara þessum spurningum
hreint og afdráttarlaust og án allrar undanfœrslu. Lát-
um oss ganga hreint að verki og komast að skýlausri
niðrstöðu um, hvernig högum vorum sé háttað að því er
þetta snertir.