Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 10
ioó Skyldi það annars ekki vera næsta auðvelt fyrir oss öll að komast að raun um, að vér erum syndarar 1 Vissulega. Spyrjum oss sjálf og svörum með eins mik- illi hreinskilni og vera ber: Eru liugsanir mínar aldrei syndsamlegar1? Hefi eg aldrei talað eða tala eg aldrei annað en vera ætti? Hefi eg aldrei gjört neitt, sem er syndsamlegt? Hefi eg ekki vanrœkt eða vanrœki eg ekki smnt af því góða, sem eg ætti að gjöra? Hver gæti svarað þessum spurningum neitandi? Varla liugsan- legt, að nokkur væri sá erki-hrœsnari, að hann leyfði sér það. En um leið og maðr svarar þeim játandi, kannast maðr auðvitað við að vera syndari. Hvað á maðr þá að gjöra, þegar maðr hefir komizt að þeirri niðrstöðu, að maðr er aumr og auðvirðilegr syndari? Öðlast lifandi trú á þann, sem einn getr frels- að mann frá synd og eilífum dauða, sem syndin annars hefir í för með sér, trúa á drottin Jesúm Krist. Til er ráðlegging ein, sem heimsfrægr prédikari, dr. R. A. Torrey, kemr víða með í ritum sínum, þeim til handa, sem eru í vafa\viðvíkjandi Kristi. Ráðið er, að taka Jóhannesar guðspjall, lesa það með umhugsun, fara hœgt yfir, reyna hvorki að trúa né vefengja, en vera til þess búinn að láta sannleikann sannfœra mann. En í hvert skifti áðr en farið sé að lesa, skuli maðr biðja guð eitthvað á þessa leið: „Ó, guð! sýndu mér, hvaða sann- leiki er í versunum, sem eg ætla að fara að lesa, og það, sem þú sýnir mér að er satt, lofa eg að taka til mín og breyta eftir því. Sýndu mér, hvort Jesús Kristr er sonr þinn eða ekki, og ef þú sýnir mér, að hann sé sonr þinn, lofa eg að veita honum viðtöku sem frelsara mín- um og kannast við hann fyrir heiminum/ ‘ Ekki segist Torrey vita til, að ráð þetta hafi brugðizt nokk'vum þeim, er því hafi fylgt með það fyrir augum að láta sannfœrast af sannleika. En auðvitað er hér heil-mikill vandi á ferðum. Maðr má með engu móti fastákveða það fyrirfram, hver sannleikrinn er, heldr vera til þess búinn að vera sannleikans megin, hver svo sem hann er. Þetta eru fáir fúsir að gjöra. Siðr vantrúarinnar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.