Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 27
123 ^ ar mannsraddir, sem báru það meö sér, aö þar væri alt í ® uppnámi. Þaö varö skellr mikill. Rœðararnir framundan palli formannsins riðuðu og sumir þeirra ultu um koll. Skipið hrökk aftr til baka, náði sér svo aftr, og brunaði síðan áfram enn þá meir óðfluga og ómótstœðilega en áðr. Óp og köll hræddra manna ómuðu i loftinu, hávær og hvell. Þau létu hærra en lúðrblástrs-hljóðið og dynr sá og brak, sem árekstri skipsins var samfara. Síðan fann Ben Húr, að undir fótum hans, undir kili skipsins, var eitthvað verið að merja, mola sundr, kaffœra; og var því samfara drynj- andi skruðningr. Mennirnir í kringum hann horfðu hver á annan angistarfullir. Sigrihrósanda hróp heyrðist ofan af þilfari. Skipstrjónan rómverska hafði unnið! En hvaða fólk var það, sem þar hafði verið sökkt í sjó? Hverrar þjóðar og úr hverju landi? Ekkert hlé. Engin bið. Astræa brunaði áfram. Og í því hún tók sig upp að nýju hlupu nokkrir hásetar niðr í skipið, dýfðu baðmullarhnoðunum í olíu-ámurnar og þeyttu þeim svo í félaga sína við stigabrúnirnar. Það átti að bœta eldkveikju við allar hinar skelfingar orrustunnar. Allt í einu hallaðist galeiðan svo mjög, að rœðararnir efra megin gátu varla haldið sér i sætum sínum. Enn kvað við hið rómverska fagnaðaróp, og því samfara hróp örvænt- ingarinnar. Eitt skip óvinanna var hremmt með járnkrók- um lyftivélar þeirrar, er fest var á framstafn Astræu; vélin hóf það í loft upp til þess svo að láta það detta og sökkva. Háreystið óx bæði til hœgri og vinstri handar. Fram undan og aftr undan var loftið þrungið af óhljóðum, sem ekki er unnt að lýsa. Öðru hvoru heyrðust brestir og brak, og þar á eftir snöggr skelfingardynr, sem benti til þess, að verið var að kaffœra önnur skip og að fólk þeirra skipa var að sogast niðr í hringiðurnar, sem mynduðust við það, er skipin sukku. Ekki var heldr að eins öðrum megin barizt. Alltaf annað veifið var verið að bera rómverska menn hervædda niðr um lúkugötin og leggja þá með blœðandi sárum, suma deyjandi, á gólfið. Stundum komu líka reykjargusur, blandnar gufueim og ólykt þeirri, er lagði af steiktu mannsholdi, inn í káetuna. Og varð þar þá eins og rökkrdimma, gulsvört. Með önd- ina í hálsinum vissi Ben Húr þá, að þeir voru að fara í gegnum reykjarský brennanda skips, sem eldrinn var að eyða með rœðurum þeim öllum, er þar voru fjötraðir við þófturnar. Meðan á öllu þessu gekk, var Astræa í hreyfing. Allt & í einu stóð hún kvrr. Árunum var kippt úr höndum rœðar- ^

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.