Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 9
io5
Er eg glaðr í liúsi drottins ? Kem eg þangað til að mœta
guði og frelsara mínum og eiga tal við hann? Bið eg
fyrir prestinum mínum eða prédikaranum og þeim, sem
á hann hlusta með mér? Langar mig til, að aðrir frels-
ist með mér? Er eg þakklátr guði föður fyrir að gefa
mér frelsið í heilögum syni lmns? Elska eg drottin
Jesúm? og gjöri eg eitthvað til þess að ríki hans eflist
og útbreiðist í (Eski eg náðar-nálægðar lieilags anda?
og bið eg um að liann leiði mig í allan sannleikann?
Með þessum eða svipuðum spurningum getr maðr
prófað sjálfan sig. Og geti maðr ekki svarað spurning-
unum játandi og verði að svara þeim neitandi, þá liggr
auðvitað beint við, að maðr vinni að því, að breyting
komist á hugarfarið.
En þá ríðr á, að rétt sé farið að. Sumir vilja byrja
á því að skilja alla hluti. Með því móti kemst maðr ekk-
ert áfram. Trúarleg sannindi verða aldrei skilin fyrir-
fram, lieldr fæst á þeim skilningr eftir á, við reynsluna.
Það er því ekki til neins að ætia sér þá fyrst að trúa,
þegar skilningi manns hefir áðr verið fullnœgt. Skiln-
ingi manns verðr raunar fullnœgt, en ekki fyrr en maðr
hefir algjörlega gefið sig á vald lieilags anda og lofað
honum að upplýsa mann og sannfœra um þessi sannindi,
sem mannlegum skilningi að öðrum kosti eru með öllu
ofvaxin.
Það, sem maðr þarf fyrst að gjöra, er að kannast
við, að maðr sé aumr syndari. Lúter var vanr að byrja
samtal sitt við guð á þessa leið: „Hjartkæri, himneski
faðir! eg játa það livervetna, að eg er á allan hátt, hvar
sem eg geng eða stend, hið innra og vtra, með líkama og
sálu, maklegr lielvítis eldsins. Af mínum eigin rammleik
er ekkert gott í mér, ekki eitt hár á liöfði mínu.“ Þarna
er auðmýkt. Þarna er meðvitund um synd. Skyldi þá
Lúter hafa verið þeim mun spilltari og verri en aðrir
menn, að þetta ætti með réttu við hann einan? Vafa-
laust ekki. Þvert á mót vitum vér, að hann helgaði guði
líf sitt, starfaði af alefli fyrir guðs ríki og kom meiru til
vegar fyrir málefni guðs en flestir aðrir.