Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 8
104 Því miðr eru þeir œði-margir, sem ekki finna neina þörf á aS vakna í trúarefnum. Eru annaShvort stein- sofandi eSa þá ekki vaknaSir nema til hálfs og vilja gjarnan eins vel sofna alveg aftr, eins og aS vakna til fulls, af því þaS er svo miklu fyrirhafnarminna. Marg- ir, sem vaknaS hafa til fulls, hafa áSr veriS í öSruhvoru þessu ásigkomulagi og geta um þetta vottaS. En erum vér þá komin úr þessu dauSamóki? Höfum vér vaknaS til fulls? ESa erum vér enn í svefnrofunum, og svo syfjuS, aS oss langi til aS sofna og sofa áfram? AS svara þessu öSruvísi en vér myndum gjöra frammi fyrir guSi sjálfum, ef hann spyrSi oss aS því, er vitan- lega ekki til neins. En hver og einn verSr aS svara fyr- ir sig. Fyrir aSra getr maSr ekki svaraS. VerSr líka, ef til vill, nógu örSugt aS svara fyrir sig einan. Sumir heimta, aS maSr viti nákvæmlega, á hverjum tíma maSr hafi tekiS sinnaskifti. Helzt, aS maSr geti tilnefnt dag og klukkustund, þegar breytingin hafi fram fariS. ASrir leggja enga sérstaka áherzlu á þetta atriSi, þótt þeir hins vegar álíti ekki aSra kristna en þá, sem sinnaskifti hafa tekiS, og munu þeir vafalaust hafa rétt- ara fyrir sér. AuSvitaS geta sumir meS sönnu sagt, hvenær breytingin fór fram, en hinir munu þó fleiri, sem ekki geta. tiltekiS neinn vissan dag eSa vissa stund, þeg- ar þeir tóku sinnaskifti, en hafa þó snúizt í eins mikilli alvöru og hinir. AS vita stundina er því ekki nema smáatriSi. Hitt er aSal-atriSiS, aS vita, aS maSr hafi tekiS sinnaskifti, aS maSr hafi iSrazt og trúi á drottin Jesúm Krist. Hvernig ætti maSr þá aS aS fara, þegar prófa skal, hvort maSr hafi í raun og veru tekiS sinnaskiffci eSa ekki? EitthvaS á þessa leiS: HvaSa áhrif hefir syndin á huga minn? Get eg hlegiS aS syndinni hjá öSrum, eSa angrar hún mig? Hefi eg raun af því, þegar syndsamlegar hugsanir leita inn til mín^ SneiSi eg hjá syndinni í breytni minni ? Hefi eg mætr á guSs orSi? A eg heima í heimi bœnarinnar?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.