Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 13
109
eru mínir vegir yðrum vegum, og mínar hugsanir yðrum
hugsunum“ (Esaj. 55, 8. 9).
Hér komum vér þá að öðru mikilvægu atriði, sem
einkennir þjóðarvitund Israels — hugmynd þjóðarinnar
um að hún hafi í vörzlum sínum alveg sérstaka opinber-
un frá guði, og standi að þessu leyti ein sér meðal allra
þjóða heimsins. Þessu þvkir auðsvarað, eins og kunn-
ugt er. Þeir, sem álíta öll trúarbrögð jafnt af náttúr-
legum toga spunnin, komast oft svo að orði: „Iiver
þjóð geymir frá bernskuárum sínurn undrasögur um
kraftaverk, opinberanir og goðasýnir; öll trúarbrögð
eru næstum því eins að þessu leyti; gyðingleg og kristi-
leg trúarbrögð eiga þar sammerkt með öllum liinum.“
En vér viljum leyfa. oss að svara: Þetta er ekki alveg
rétt hermt. Það er engin önnur þjóð í heimi, er hafi
aðra eins sögu að segja af upptökum trúarbragða sinna
— að eins sem sögu, hyggjum vér — eins og Israelsmenn,
og ísraelsþjóðinni var full-kunnugt um þennan algjöra
frábærleik sögu sinnar. Það úir og grúir af goðsagna-
kerfum, sögusögnum og munnmælum, er segja frá sýni-
legum návistum goðanna; en reglulega samvaxna sögu-
heild, þrungna mikilgenglegum hugmyndum, finnum vér
hvergi nema í ritningunni. Hugmyndin um þennan al-
gjöra sérkennileik sögunnar kemr fram á mjög eftir-
tektarverðan hátt á einunr stað f finrmtu Mósesbók. Þar
talar Móses á þessa leið: „Því spyr þig fyrir um
fyrri tíma, sem verið hafa á undan þér allt frá þeim
tíma, er guð skóp mennina á jörðinni, og frá einu heims-
skauti til annars, lrvort nokkurn tíma hafi orðið svo
miklir hlutir eða nokkuð slíkt heyrzt, hvort nokkur þjóð
hafi heyrt raust guðs tala út úr eldinum, eins og þú hefir
heyrt, og þó haldið lífi. Eða hvort guð hefir til reynt
nokkurn tíma að koma sjálfr, til þess að ná þjóð af ann-
arri þjóð með máttarverkum, táknum og nndrum, og
með styrjöld, sterkri hendi, útréttum armlegg og mikl-
um skelfingum, eins og drottinn, guð þinn, gjörði við
yðr í Egyptalandi í augsýn þinni? Þetta hefir þú feng-
ið að sjá, svo að þú mættir vita, að drottinn, hann er