Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 18
ætti að skipa í rannsókn vorri, er vér athugum bókina kafla fyrir kafla. Sé það satt, sem vér liöfum þegar sagt um guðlegan innblástr, þá hlýtr það og að vera satt, að hjá honum sé miðdepill ritninganna og afiið, sem tengir þær saman. Sé ritningin bygging, þá er hann hornsteinn þeirrar byggingar. Allt annað í þeirri bók á að leiða til hans; og ef vér þekkjum hann, lærum að sjá í honum ímynd og opinberan föðursins, finnrnn til samhygðar með anda hans, reynum í hjörtum vorum náðargjöf hjálpræðis hans, fáum vitneskju um þann sannleik, að í honum höfum vér sannan guð og eilíft iíf, þá höfurn vér lykilinn að réttri ráðning allra leyndar- dóma biblíunnar. Án þess lykils er hún leyndardómr, sem vér aldrei getum ráðið fram úr. Enginn lærdómr, ekkert hugvit, stoðar oss þar. Oss er ekki til neins að leita til gamla testamentisins eða nokkurs liluta ritningarinnar til að seðja forvitni, sem vitsmunir einir eða bókmennta- smekkr hefir vakið. Hún var ekki gefin oss í slíkum tilgangi, heldr til að leiða oss til hans, „sem er orðinn oss vísdómr frá guði, bæði réttlæti og lielgun og endr- ]ausn“ (1. Kor. 1, 30). Það, sem sagt er í síðasta versi tuttugasta kapítula Jóhannesar guðspjalls um það sér- staka rit, má eins vel með sanni segja um alla biblíuna: „En þetta er ritað til þess að þér skuluð trúa, að Jesús er Kristr, sonr guðs, og til þess að þér, er þér trúið, haf- ið líf í hans nafni.“ Kristr er sólin á þeim himni, og þegar vér komumst inn í geislahaf það, sem streymir frá honum, þá höfum vér ljós eilífs lífs. Bókin, sem mest er lesin. Eftir séra N. Steingr. Þorláksson. Fáar bœkr verða mjög gamlar. Flestar lifa ekki mannsaldrinn. Þá er búið að gleyma þeim. Þær eru sama sem dauðar, því enginn les þær, nema ef einhver sérfrœðingr kvnni að gjöra það. Þótt gaman sé að þeim á meðan nýja brumið er og svo stórt orð sagt, að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.