Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 17
IJ3 auðug er liún að andlegum fjársjóðum og svo þrungin af guðlegum anda og krafti, að þar höfum vér allt, sem vér þurfum að vka um ráð gmðs og vilja oss til sáluhjálpar. Þetta allt er oss nœgileg sönnun þess, að þar er vand- lega geymd í hreinleik sínum allt, sem verulegt gildi hefir í guðlegri opinberan. Biblían er ekki fremr á- vöxtr mannlegs hyggjuvits en opinberunin, sem hún er sprottin af, lieldr liggja upptök hennar, innblástrinn, hjá guði sjálfum. Þetta skilst oss að biblían sjálf, hæði gamla og nýja testamentið, hafi til marks um guðlegan innblástr sinn, og það nœgir oss til sönnunar því máli, sem nú er um að rœða. Menn fara öfugt að, er þeir hafa það fyrst og fremst til marks um guðlegan innblástr, að hvergi skjátlist í smávægum auka-atriðum, er snerta landa- frœði, tímatal, eða náttúruvísindi. Guðlegr innblástr skapar ekki efniviðu byggingarinnar, sem geymir hann, lieklr: liann vinnr þá. Mergrinn málsins er sá, hvort þeir eiginleikar, sem ritningin sjálf með skýrum orðum eignar guðlegum innblæstri, til dœmis í 2. Tím. 3, 15-17, sé í raun og veru til þar eða ekki. Oss finnst, að öllum sanngjörnum mönnum muni veita ervitt að neita því. Mun nokkur, sem leitar til þessarrar helgu bókar með einlægri löngun til að þekkja vilja guðs og laga líf sitt eftir honum, geta sagt, að hann finni þar ekki það, sem hann leitar að ? Mun noklcur, sem ráðfœrir sig við biblíuna með einlægri löngun til að frœðast um veg hjálpræðisins „fyrir trúna á Kristi Jesú“, geta, sagt, að hún láti hann vaða í villu og svíma? Mun nokkur, sem leitar þangað sér til andlegrar uppbvggingar, geta sagt, að hún fullnœgi ekki öllum andlegum þörfum luins! Mun nokkur, sem leitar leiðbeininga um veginn til eilífs lífs, geta efazt um, að hann öðlist það, ef hann fylgir kenningum hennar með trúmennsku! Bitningin nær að öllu leyti tilgangi þess, er gaf oss hana. Ekki verðr heimtuð sterkari sönnun um guðlegan innblástr liennar. Eitt enn vildum vér sagt hafa áðr þessum kafla sé lokið. Það er um sess þann, er Kristr skipar í ritningunni og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.