Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 11
107 er vanalega sá, að slá alveg föstu fyrirfram, án nokk- urrar rannsóknar, liver sannleikrinn muni vera, og rannsaka svo það eitt, sem virðist styðja þetta fyrir- fram gjörða álit, en sneiða hjá öllu, sem kemr í bág þar við. Það liggr í augum uppi, að þeim, sem þannig fara að, kemr ráð Torrey’s ekki að neinu minnsta haldi. En hinurn, sem l:afa manndóm og djörfung til að kannast við sannleikann, liver sem hann er, er meir en líklegt að l>að geti hjálpað. Látum oss ekki draga sjálf oss á tálar. Enginn getr átt gleðiríka von eða vissu eilífs Hfs lífs, neina liann hafi flúið til náðar guðs í Jesú Kristi. Frelsið í lionum er öllum boðið. Höfum vér þá þegið það? Sá, sem hefir gjört það, hefir tekið sinnaskifti. Ihugum þetta vand- lega og biðjum um náðaraðstoð heilags anda við þá íliugun. GAIííLA TESTAMENTIÐ SKOÐAÐ í ÞESS EíGIN LJÓSI. Kafli úr bókinni „The Problem of the Old Testament“ eftir dr. James J. Orr. Lausl. þýðing eftir G. G. — (TVamh. og niörl.J Það, sem því verðr næst ti] að vekja eftirtekt vora, er vér rannsökum gamla testamentið, er sannfœringin, sem gengr eins og rauðr þráðr gegn um það allt — sannfœr- ingin um, að þessi trúarbrögð, sem það birtir stig fyrir stig í sögu sinni — sé ekki af mannlegum toga spunnin, heldr ávöxtr guðlegrar opinberunar. ITugsan nútíðar- innar hættir til að setja sálarfrœði í stað opinberunar. Hún tekr frá oss orð guðs til Esajasar, Jóhannesar eða Páls, og gefr oss í staðinn hugsanir Esajasar, Jó- hannesar eða Páls um guð. Jafnvel þegar orðið,,opin- berun“ er notað, þá er því gefin þessi sálfrœðilega merking. En þetta er ekki sjónarmið biblíunnar sjálfr- ar. Það, sem skráð er í ritningunni, er ehki fyrst og fremst, hvað mennirnir hafi hugsað um guð, heldr hvað guð hafi gjört manninum og opinberað manninum um sjálfan sig. Grunntónn hennar er ekki: ‘svo og svo hugsar maðrinn’—, heldr: ‘svo og svo segir drottinn’

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.