Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 15
III
geta aldrei leitt af sér eða stofnað trúarbrögð; og ský-
laus vitnisburðr sögunnar er sá, að aldrei bafi myndazt
önnur eingyðis-trúarbrögð en þau, sem þegar eru nefnd
— engin önnur trúarbrögð, er grundvölluðust á hug-
mvndinni um einn, andlegan guð.
Eða lítum á hitt atriðið, sambandið órjúfanlega
milli trúar og siðferðis. Hvar á það sinn líka utan guð-
iegrar opinberunar í ritningunni 1 Kirkjufaðirinn einn
í fornöld hefir gefið oss lýsing á egypzku musteri, há-
reistu, víðu, skrautlegu, mikilfenglegu, svo að öllum
skaut skelk í bringu, sem þangað fóru til að biðjast
fyrir. Gengir þú inn í helgidóm slíks musteris, og sæir
prestinn með hátíðlegum svip draga til hliðar fortjald
hins allra lielgasta, þá sást þú—hvaðl Kött, eða krókó-
díl, höggorm, eða eitthvert annað dýr, sem flatmag-
aði sig á purpuradýnum. Og hverfum nú til musteris
Jehóva í Jerúsalem. Iiér finnr þú líka skrautlegt stór-
hýsi, hér ] íka prestastétt, ölturu, og helgidóm hulinn bafc
við fortjald. Innan við fortjaldið stendr sáttmálsörk-
in og náðarstóllinn ofan á henni, roðinn fórnarblóði, í
skugga tveggja gullinna kerúba. Sé nú loki þessu —
náðarstólnum — lyft upp, þá horfir þú ofan í örkina,
liorfir á hjartað, miðdepilinn, allra helgasta blettinn f
helgidómi Gyðinga-trúarinnar, og þú sérð — hvað?
Tvœr steintöflur, með árituðu siðferðislögmáli drottins.
Þarna höfum vér í stuttu máli mismun þessarra tvenns-
konar trúarbragða. Þar stendr skýrt útmálaðr fyrir
oss sá sannleikr, að trú Israels er framar öllu öðru sið-
ferðisleg trú. Því. að þetta eru sáttmálstöflurnar —
grundvöllr og trygging sáttmála þjóðarinnar við guð —
og a.Ilt helgisiða-kerfið er að eins umbúðir til að verja
kjarnann skemmdum, eða til að taka tilbiðjendrna aftr
til náðar, þegar syndin hefir hrifið þá burt úr samneytj
heilagra. Þegar Kristr kom, þá sagði hann sig ekki úr
lögum við þessa eldri opinberan, heldr kenndi hann, að
allt lögmálið og spámennirnir bvggðist á boðnm hennar
um elsku til guðs og manna.