Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 23
er í barndómi. En þaS, sem enn lakara viröist vera, er, aS söfnuSir félagsins eru nálega alveg prestlausir. Þaö vantar menn til aS halda uppi prédikan guös orÖs í eyöimörkinni hér hjá oss, og mjög hætt við, aö fáir hœfir menn veröi fáanlegir til aö gjörast guös orös prédikarar hjá fólki voru, eins og enn stendr hagr þess, aö fáir menn sé til meöal þjóöar vorrar eöa á þessum tíma yfir höfuö, sem uni viö lifnaöarhátt Jóhannesar, þá er hann var að prédika fyrir mönnum forðum; líklega enginn slíkr fœddr meðal þjóðflokks vors. Og samt höfum vér byrjað hinn kirkjulega félagskap vorn. Samt er hiö litla barn oss fœtt, og það aö vilja guös. Vér vitum, hvert ætlunarverk vort er. Það er sama og Jóhannesar forðum. Það á eins og hann að „snúa hjörtum feðranna til barnanna og koma inn hugarfari ráðvandra hjá hinum þverbrotnu og tilreiða svo drottni vel undirbúinn lýð.“ Það á að draga alla íslenzka söfnuði, sem myndaðir eru hér í landinu og hér eftir myndast kunna, í einum anda að honum, sem af einberum kærleika til hinnar syndugu og sorgum hlöðnu kynslóðar mannanna gekk í kvalafullan dauða á krossinum á Golgata, hans, sem enn og til heimsins enda biðr í himninum fyrir hverri einstakri sál hér niðri, og er þó öllum ávallt nálægr með náð síns heilaga anda til þess að leiða hina tvístruðu og fráviiltu sauði víðsvegar um eyðimörk dauðans og syndarinnar heim til hins himneska sauðahúss. „Án mín megnið þér ekkert“ — segir þessi sami guðdómlegi frelsari. Svo snúum vér oss þá frá eigin vanmætti vorum og veikleika, vorri eigin fátœkt og allsleysi, og fest- um með tilliti til hins litla kirkjufélags vors, sem vér nú ætlum að fara að vinna fyrir, hvílanda eins og ómálga barn í vöggu sinni, að eins augu trúar vorrar og vonar á honum, sem forðum bað fyrir öllum kristilegum félagskap á þeirri nótt, sem hann var svikinn, og enn — eins og vér vitum — biðr fyrir oss og börnum vorum. Biðjum hann að blessa oss, blessa vinnu vora á þessum fundi, blessa hið andlega barn, sem oss er fœtt, blessa allt þess ókomna líf, starf og stríð, blessa það svo, að það verði ávallt undir hans hendi, verði, enn þótt lítið og jafnvel auðvirðilegt fyrir heiminum, mikið í guðs augum, vaxi og styrkist i anda, þótt það alla æfi eigi að stríða í evðimörku. Séra Guttormr Guttormsson hefir í síðustu tíð þjónað Swan River söfnuði; séra Hjörtr R Leó hefir á sömu tíð rekið trúboð við Grunnavatn og víðar í því nágrenni; hr. Carl J. Ólson hefir nokkuð lengr þjónað Lundar-söfnuði.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.