Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 14
IIO
guð, og enginn nema hann einn“ (5. Mós. 4, 32-35).
Sannist þetta á trúarbrögðum Gyðinga, þá sannast það
enn betr á upptökum kristninnar; því vissulega hvíla
engin önnur trúarbrögð á öðrum eins sögugrunni og
sögunni um Jesúm Krist — á lunderni, kröfum, verki,
lífi, dauða og upprisu annarrar eins persónu og Jesús
Kristr er — nei, alls ekki, þótt leitað sé um víða veröld!
Sannleikrinn er sá, að árangrslaust er að leita eftir
nokkru, er jafna megi saman við trúarbrögð Israels, sem
standa svona algjörlega ein í sinni röð. Skoðum aftr
tvö atriði, sem þegar hefir verið minnzt á: kenning
þessarra trúarbragða um einn guð og samband það Mð
óslítanléga, er þau setja milli trúar og siðferðis. Eigi
all-sjaldan lieyrum vér talað um þessa eingyðistrú eins
og hún væri þroskastig, sem liver þjóð hlyti — væri skil-
yrðin liagkvæm — fyrr eða síðar að ná á framþróunar-
skeiði síiiu. Ætlað er, að menn byrji á að dýrka anda,
eða sálir forfeðra sinna, eða eitthvað þess háttar; átrún-
aðrinn þoka,st svo upp á við, og verðr að hugmynd um
verndargoð heillar kynkvíslar; svo gefa þeir þessu goði
sínu smámsaman meiri og meiri völd, eða rugla því sam-
an við önnur goð, þar til úr því er orðið einvaldr guð
yf ir öllum lieimi. En því miðr er reyndin öll önnur, svo
smellin sem þessi tilgáta er. Oft hefir verið bent á það,
að enn í dag eru ekki til nema þrenn eingyðis-trúar-
brögð í öllum heimi, — trúarbrögð Gyðinga, kristinna
manna og áhangenda Múliameds; og hin síðastnefndu
hafa fengið þetta atriði — eingyðistrúna — frá báðum
hinum. Með öðrum orðum, öll eingyðistrú í heiminvm
á rót sína að rekja til trúarbragða ritningarinnar. Ekki
svo að skilja, að ekki finnist í hinum eldri fjölgyðis-
trúarbrögðum margskonar vottr um undiröldu hreinni
eingyðis-meðvitundar, eða að ekki finnist hjá ein-
stöku mönnum eða heimspekistefnum mjög merkilegar
tilgátur og nærri sanni um eining, mátt, vísdóm,
gœzku og forsjón guðdómsins. í þessum skiln-
ingi hefir guð aldrei látið sjálfan sig án vitnisburð-
ar. En heimspekilegar tilgátur liafa auðvitað aldrei og