Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 30
I2Ö gliönaíii. Og svo á einu vetfangi brotnaöi aftrhluti skips- ins í sundr og sjórinn, sem allt til þessa hafði eins og legiö í launsát, streymdi inn ólgandi og freyöandi, og allt varð fvrir Ben Húr að myrkri .og brimlöðri. Ekki verðr sagt, að hinn ungi Gyðingr hjálpaði sjálf- um sér í þessum nauðum. Auk vanalegra krafta hafði hann það óákveðna auka-afl, sem til manna kemr ósjálf- rátt, þá er svipaðar lífshættur þrengja að. En dimman og suðan í ólganda vatninu sljóvgaði hann. Einnig það að halda niðrí sér andanum var honum ósjálfrátt. Sjórinn, sem inn streymdi, flutti hann með sér eins og rekadrumb inn í káetuna, og myndi hann hafa drukknað þar, hefði aftrsogið í hinu sökkvanda skipi ekki varnað því. Straumrinn, sem inn kom úr djúpinu langt langt að neðan, þeytti honum áfram, og hann reis upp með flaka þeim, er hann var á. í því hann sté á fœtr greip hann höndum sínum í eitthvað og hélt sér þar dauðahaldi. Tíminn, sem leið meðan hann var í kafi, fannst lengri en hann var í raun og veru. Loksins kom hann upp á yfirborðið. Með því að draga andann eins þungt og sterklega og hann orkaði tókst honum að íylla lungun að nýju; og er hann hafði hrist vatnið úr hári sínu og augum, klifraði hann hærra upp á planka þann, er hann hélt sér í, og litaðist um. Dauðinn hafði sókt að honum harðlega meðan hann var neðan sjávar. En hann beið hans nú í mörgum mynd- um, er hann var risinn upp. Það fann hann. Það lá reykjarmóða á sjónum eins og hálf-gagnsæ þoka, og gegnum þá blæju grillti í einhverja glóandi depla. Af skarpskyggni sinni gat hann gizkað á, að þetta myndi vera skip, sem stœði í ljósum loga. Bardaginn stóð enn yfir. Og ekki gat hann sagt, hver var sigrvegarinn. A svæði því, er hann gat litið yfir, voru skip á ferð öðru hvoru, og birtust þau eins og skuggar, sem allra snöggvast var varpað á Ijósin. Út úr dökkmórauðum skýjunum lengra burtu gat hann heyrt skellina, sem urðu við það. er skipin rákust á. En hættan var þó enn nær. Menn muna það, að þá er Astræa sökk, var herlið hennar á þilfarinu á- samt hermönnum þeirra tveggja víkingaskipa, sem ráðizt höfðu á hana undireins. Allt það fólk fór í kaf með skip- ínu. Mörgum þeirra skaut upp aftr saman; og á sama plankanum eða flakinu, hvernig sem því var varið, hélt bardaginn áfram, bardagi, sem hafinn var ef til vill í straum- iðunni marga faðma fyrir neðan yfirborð sjávarins. Þeir byltust um og vöfðust hver um annan, er þeir léku fang- brögð sín í opnum dauðanum, slógust með sverðum eða kastspjótum, og héldu svo sjónum allt í kring í ókyrrð. «

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.