Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 20
hennar. En hjá hinum, sem ekki þekkja hana, eru eng- ar slíkar varnir gegn misjöfnum ummælum. Þótt vafa- laust sé ekki ætlazt til þess af mörgum nýmæla-mönnun- um, þá verða ummæli þeirra mörgum slíkum manni til þess að loka biblíunni fyrir lionum svo, að aldrei verði lokið upp aftr. En þrátt fyrir alla þá, sem fráfælast hana, af því þeir þekkja hana ekki, þá er liún þó bókin, sem mest er lesin, og í sannleika laugin, sem flestir menn lauga sálu sína í daglega til eilífs lífs. 1 öllum heiminum er engin bók eins útbreidd. Ár- lega er gefið út um 17 milíónir eintaka af henni og bók- um hennar á meðal Mótmælenda. Fyrir tuttugu og fimm árum. Úr rœðu, sem ritstjóri „Sam.“ flutti á fyrsta ársþingi kirkjufélagsins ísl. lút. 24. Júní (Jónsmessu) 1885— út af Lúlc. 1, 5-17. 57-89. — ,„Leifr“ III, 7. Oss íslendingum hér í landi er barn fœtt, sem vér sérstaklega höfum ástœöu til aS minnast í dag. Það er hið litla evangeliska lúterska kirkjufélag, sem nú ætlar aS fara aS halda hinn fyrsta árs- fund sinn. Og vér spyrjum, og margir spyrja meS oss, eins og spurt var forSum yfir Jóhannesi í reifunum: „HvaS mun þetta barn verÖa?“ Vér erum eins og móSir, sem spyrjandi, áhyggjufull og biSjandi stendr yfir vöggu hins nýfœdda barns síns. Vér vitum, aS vort barn er ekki ófyrirsynju í heiminn boriS, en megnum ekki aS lyfta blæjunni, sem hylr ókomna tímann fyrir augum vorum. Vér skynjum, aS hinar andlegu þarfir fólks vors hér í landinu eru mikl- ar og margar, og aS þær vaxa óSum eftir því, sem landsmenn vorir fjölga víSsvegar um heimsálfu þessa. Fólk vort heldr áfram ár eftir ár aS flytja sig vestr um haf frá hinum sameiginlegu fœSingarstöSv- um vorum. Börn fœSast nú þegar hundruSum saman af þjóSflokki vorum hér í landinu á ári hverju. Landar vorir dreifast um stœrra og stœrra svæSi í landi þessu. Barátta manna er ávallt, og sérstak- lega á þessum tíma, hörS fyrir daglegu brauSi. Kristindómr og kristindómsleysi og jafnvel opinber antí-kristindómr hafa hér, svo sem eSlilegt er, þar sem fullkomiS samvizkufrelsi á heima, jafnan rétt fyrir mönnum aS útbreiSa ríki sitt meSal ungra og gamalla. Heimrinn er ávallt sjálfum sér líkr, liggjandi eins og hann er í hinu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.