Sameiningin - 01.06.1910, Blaðsíða 25
121
III. Sd. 17. Júlí f8. e. tr.J: Matt. 16, 13-28 (Játning PétrsJ.
IV. Sd. 24. Júlí (g. e. tr.J: Matt. 17, 1-8. 14-20 ('UmmyndaninJ.
V. Sd. 31. Júlí (To. e. tr.J: Matt. 18, 21-35 ('Fyrirgefningar-
skyldanj.
VI. Sd. 7. Ágúst (Ti. e. tr.J: Matt. 19, 1. 2. 13-26 fjesús á leið-
inni til JerúsalemJ.
VII. Sd. 14. Ágúst (12. e. tr.J: Matt. 20, 1-16 (Verkamennirnir í
víngartSinumJ.
VIII. Sd. 21. Ág. (T3. e. tr.J: Matt. 20, 17-34 ('Jesús nálgast
JerúsalemJ.
IX. Sd. 28. Ágúst C14. e. tr.J: Matt. 21, 1-17 Clnnreiöin í
JerúsalemJ.
B EN H Ú K,
--
Þriðja bók. (Framhald.)
fimmti kapítuli.
Sjóorrustan.
Hvert mannsbarn á skipinu vaknaði, og skipiö með.
Yfirmennirnir fóru hver í sitt rúm. Undirmennirnir tóku
vopn sín og voru leiddir út. Þeir litu í öllu út eins og
hermenn hinna rómversku legíóna. Bundin af örvum og
baggar af kastspjótum voru flutt upp á þilfar. í stigunum
miöskips voru olíu-ámur og eldkúlur settar og látnar vera
þar til taks, hvenær sem á þyrfti að halda. Ljóskerum var
íjölgað og á þeim kveikt. Fötur voru fylltar meö vatni.
Róörarmennirnir, sem hvíld höfðu, söfnuðust saman frammi
fyrir yfirmanninum. Sérstakir hermenn gættu þeirra. Það
vildi svo til, að Ben Húr var einn af þessum rœðurum.
Uppyfir sér heyrði hann, en þótt óskýrt, til þeirra, sem
voru að búa allt undir.hina væntanlegu bardaga-hríð, — sjó-
manna, sem voru að koma seglunum fyrir, breiða netin út,
losa um vígiiélarnar og hengja verjur úr uxahúðum á hlið-
arnar. En brátt varð aftr allt kyrrt á skipinu. Það var
kyrrð óvissunnar, ótta og eftirvæntingar, en sú kyrrð gat
ekki annað merkt en það, að nú væri skipið albúið til orr-
ustu.
Eftir bending ofan af þilfari, sem einn af hinum lægri
kðsforingjum, er settr hafði verið við uppgönguna, lét ber-
ast til formanns rœðaranna, var árunum allt í einu haldið
kyrrum.
Hvað merkti það? $