Sameiningin - 01.05.1912, Blaðsíða 1
anu'imngtn.
Mdnaðarrit til stuffnings Jciriju og kristindómi íslendin'i/i.
gefiff út af hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vestrheimi
RITSTJÓRI JÓN BJAIiNÁSON.
XXVII. árg. WINNIPEG, MAÍ 1912. Nr. 3.
Odauðleika-vonin.
í heimspeki-ritinu gamla, sem kennt er við Job,
stendr þessi spurning: „Þegar maðrinn deyr, lifnar
hann þá aftr?“ — Job 14, 14.
Enn í dag vildi menn allan heiminn til þess gefa, að
fá svar upp-á spurning þessa.
Við þann raunalega sannleik verðum vér að kann-
ast, að vísindin geta enn ekki svarað þessarri spurning,
sem jafn-gömul er mannkyninu. Vísindalegum rann-
sóknum verðr ekki komið við. Sálfrœðingar gjöra
margskonar tilraunir til að komast eftir því, hvort til
sé líf eftir dauðann. Ef til vill má segja, að nokkrar
bendingar hafi komið úr þeirri átt. Meira verðr þá
heldr ekki sagt. Vísindalega viðrkenning hafa þær til-
raunir ekki fengið.
Samt sem áðr verðum vér að segja, að vér höfum
náttúrlegar sannanir fyrir öðru lífi. Sannanirnar eru
fyrst og fremst í oss sjálfum. Þegar eitthvað er í eðli
manns, sem greinilega segir til um einhvern hlut, þá er
vant að telja það nokkurn veginn órækan vitnisburð.
Frá alda öðli hefir í mannlegu eðli búið meir og minna
örugg von um eilíft líf. Vitanlega verðr ekki allt það
veruleiki, sem maðrinn vill og vonar. En þegar; eitt-
hvað lmS finnst í náttúrunni, sem kalla má allsherjar-
lögmál, eða eitthvað það kemr fram í manneðlinu, sem
telja má algildandi, þá getr maðr naumast efazt um