Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1912, Síða 5

Sameiningin - 01.05.1912, Síða 5
69 við sjálfan sig: „Sjá, guð hefir skrifað það allsstaðar. Það er skrifað á bókfellið; það er skrifað á hjarta mitt; það er skrifað á ormshýðið.“ En hin meðfœdda meðvitund manns um ódauðleik- ann og vitnisburðr náttúrunnar um liann fær engan veginn fullnœgt sálar-þörfinni og gjört mann sælan. Meðvitund um það, að maðr haldi áfram að lifa, er í sjálfri sér lítil huggun fyrir friðlausan og syndsjúkan mann. Svo fátœkleg og fráleit liefir eilífðar-vonin ein- att verið, að hún hefir enga sælu getað veitt manns- sálinni. Upp úr rústum fornaldar-borganna Babýlonar og Níneve liefir grafin verið menning gömlu þjóðanna í Mesopotamíu, trú þeirra og von. Vér höfum fengið að lesa á hjartaspjöld mannanna, sem þar lifðu fyrir þús- undum ára. Vér höfum fengið að vita, að hngmyndir þeirra um annað líf voru að mörgu leyti ljótar. Eilíft líf var þeim eilíf barátta, og engrar hvíldar var að vænta. Á Indlandi var ódauðleika-meðvitundin háð öllum þeim óþverra, sem hjátrú og hindrvitni skapa. Þegar sálin skilr við líkama þann, sem hún hefir nú, átti liún að lenda í líkama einlivers dýrs og fara úr einni skepnu í aðra, koll af kolli til eilífðar. Menn kviðu fyr- ir dauðanum og bjuggust við tilveru, sem verða myndi margfalt verri en lífið hér. Eorn-Egyptar höfðu lítið sem ekki hugðnæmari ódauðleika-trú. Þeir gjörðu sér ógeðfelldar hugmvndir um endalaust sálna-ráf. Jafn- vel hjá Grrikkjum og Bómverjum, þá menningin stóð þar í mestum blóma, var ódauðleika-vonin mjög fátœkleg. Hómer gríski, mesta skáld fornaldar, kemst svo að orði í Ilíonskviðu, er hann lýsir dauða Hektors kappa, að sál hans hafi farið til Iladesarheims „harmandi forlög sín.“ Haft er þetta eftir sjálfum spekingnum Sókrates á æfikvöldi hans: „Eg trúi á framhald lífsins, og mér finnst eg eygi nú þegar hin gullnu eylönd; en ó, að vér ættum traustara skip að sigla á.“ Sjálfir Gyðingar liöfðu, þrátt fyrir trúarbragða- yfirburði, fremr barnalega eilífðar-von. Sá þáttr trú- arbragðanna var hjá þeim lítt þroskaðr. Hadesar-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.