Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1912, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.05.1912, Qupperneq 6
7o heimr, eða danðra-ríkið, var ekki annað en skugga- hverfi, sem mjög litla birtu bar á. Trúaðr tíyðingr bar mikla lotning fyrir guði sínnm og tilbað hann í einfald- leik hjartans, en við andlátið hvarf hann inn-í dimman skuggadal. Nútíðarmaðrinn, sem ekki hefir eftir öðru að fara en leiðbeining- eðlis síns og náttúrlegu viti, er engu lengra kominn. Dauðra-ríkið er honum ekki meira en dularfullr svipaheimr. Slíkir afburðamenn og vitring- ar í samtíð vorri sem þeir prófessor James, Sir Oliver Lodge og prófessor Hyslop, sem svo mikið gáfu sig við því, að reyna að rannsaka frá sjónarmiði sálfrœðilegra vísinda líf mannsandans eftir dauðann, hafa ekkert það um annað líf að segja, sem á nokkurn hátt getr fullnœgt þörf og þrá mannshjartans. Væri ekkert annað fram komið, þá væri enn dimmr skuggi yfir hliðum eilífðarinnar og hálf-ömurlegt að berast að þeim. En sá atburðr hefir gjörzt, sem í einni svipan hefir opnað eilífðar-hliðin og gjört eilífðar-von- ina að fegrsta blómi mannshjartans. Pað er vor og morgunstund. Pyrsta morgunskím- an breiðir úr sér yfir grasivaxinn garð utan múra Jerú- salems-borgar. Þar í garðinum hafa hermenn vakað alla nóttina yfir gröf „óbótamanns“ nokkurs, sem líf- látinn hafði verið á krossi. Yið dauða hans höfðu gjörzt margir kynlegir atburðir bæði á himni uppi og jörð niðri, sérstaklega í musterinu, og nú gekk sá orð- rómr, að maðr þessi ættti að rísa upp-úr gröfinni ein- mitt á þessum morgni. 0g því hefir hervörðr þessi verið settr um gröfina. Inniluktr í afskekktu húsi og óttasleginn bíðr lítill hópr vina, sem elskað hafði hinn látna fyrir það, hve góðr hann var, hjartahreinn og miskunnsamr við alla. Og í morgun-kyrrðinni skunda konur nokkrar út-að gröfinni til að sýna líkinu hina síð- ustu lotning. Allr lýðr hafði hrópað: „Burt með hann! Burt með hann!‘ ‘ og út-til grafar sakamannains þorðu engir að ganga þennan morgun nema þessar trygglyndu konur.i Ekki eru liðnar fullar nítján aldir síðan saga þessi

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.