Sameiningin - 01.05.1912, Qupperneq 7
7i
gjörðist, en nú safnast á þessnm sama vormorgni mikill
hluti mannkynsins að þessarri sömn gröf. siair og lág-
ir, konnngar og kotnngar koma þangað með dýrmæt
srnyrsl. Að gröfinni safnast menningar-þjóðirnar mikln
í Evrópu og Ameríku. Frá Afríku-löndum og Indlands-
ströndum og Himalaja-fjöllum, frá Kína og öllum Austr-
löndum slást menn í förina. Svo má segja, að hjarta
mannkynsins slái þann dag upp-við klettgröf þá hina
hörðu, sem Jósef frá Arimaþíu léði látnum beinum
Jesii frá Nazaret.
Hvað veldr undrum þessum? Það eitt veldr, að
við þessa gröf rættist ódauðleika-von mannkynsins; því
þegar konurnar komu að gröfinni, voru verðirnir flúnir,
en englar guðs komnir í þeirra stað og sögðu: „Hann
er upprisinn og er ekki hér.“ Grröfin hafði skilað af
sér. Og svo birtist hann í mikilli dýrð og segir sigri-
hrósandi: „Eg lifi, og þér munuð lifa.“
Og síðan er ódauðleika-vonin fegrsta blóm manns-
hjartans. B. B. J.
------o-----
Páska-kyndlar.
Eftir séra N. Steingrím horláksson
I.
Einkennilegr og álirifamikill siðr kvað eiga sér stað
við kirkju hinnar belgu grafar í Jerúsalem hvern páska-
dags-morgun. Fólk þyrpist til kirkju fyrir dögun. En
þótt hún fyllist af fólki og dimmt sé, er mesta kyrrð á
öllum. Alít er hljótt. Enginn mælir orð. Svo kemr
yfirbiskupinn, gengr þegjandi inn kirkjuna, inn-fyrir
tjald, sem hann lvftir, og er samstundis horfinn. Þar
fyrir innan er sagt að sé gröf frelsarans. Enn er þög-
ult og skímulaust.
Allt í einu opnast fortjöldin; biskup kemr aftr fram-
í kirkjuna og heldr á loganda krmdli, sem kveikt hefir
verið á hjá hinni tómu gröf drottins vors. Ljós hans
uppljómar andlitin mörgu í kirkjunni, sem horfa inn og
beðið hafa eftirvæntingarfull þessarrar stundar. Allt