Sameiningin - 01.05.1912, Side 11
75
Stundum revnir stórkostlega mikið á traust manna
á kærleik guðs, — og væri það ekki fyrir Jesúm Krist,
þann mátt trúnni til glœðingar og varðveizlu, sem frá
honum kemr, myndi engin mannleg vera fá af borið.
Nú einmitt hefir gjörvallr heirnr menntalandanna orðið
fyrir slíkri raun útaf slysinu hörmulega, er Titanic,
gufuskipið mikla, fórst á Atlanzhafi. Þó er sú raun
fyrir oss flesta sem ekki neitt í samanburði við það, er
guð hefir lagt á mannssálir þær, sjö hundruð að tölu
eða vel það, sem komust lífs af gegnum skelfingar
þeirrar nætr ixtá reginhafi. Megum vér annars tala eða
hugsa um kærleik guðs í sambandi við það ógurlega
slys '? Oss hrýs nálegá hugr við — eða svo getr virzt —
að láta nokkuð í þá átt til vor heyra, að kærleikr hans
só að einhverju leyti bundinn við annað eins skelfingar-
iindr.
Því það var synd manna, sem braut Titanic og varð
að bana þeim sextán hundruðum karla og kvenna, sem
engan áttu þess kost að forða sér. Blöðin hafa satt að
mæla, er þau halda þessu fast fram. Titanic hefði
ekki þurft að farast, og slvs þetta hefði aldrei átt að
koma fyrir. Gufuskipið var látið liafa lang'tum of mik-
inn hraða á för þess um sjóinn gegnum hætturnar, sem
vitanlega vofðu yfir af ísnum á þeim stöðvum. Og
hvort sem þar rak á eftir vilji almennings eða stjórn
félagsins, sem skipið lieyrði til, þá var synd manna að
þeirri óhœfu völd; eins það, að björgunarbátar, sem
það hafði meðferðis, voru ekki fleiri en svo, að rúmað
gæti aðeins nokkurn hluta fólks þess, sem með því hafði
tekið sér far — og það allt eins fyrir því, þótt óhugsan-
legt væri talið, að slík gufuskip gæti sokkið. Hefði
þetta hvorttveggja verið öðruvísi, einsog verða kann hér
eftir og vera hefði átt áðr, þá befði annað eins slys ekki
þurft að verða. Með afglöpum sínum syndsamlegum
voru menn að því valdir; önnur orsök engin. Og má þá
spyrja: Kemst kærleikr guðs nokkursstaðar að í slíkri
harmsögu af völdum svndarinnar?
Og svo mikið af sárustu harmkvælum og sorg, sem
enginn fær orðum að komið, bar þar að á fáeinum