Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1912, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.05.1912, Qupperneq 14
78 vallt muna eftir því, sem Phillips gjörði síðustu ógur- legu mínúturnar.‘ ‘ Bride var einn þeirra, er síðar var bjargað. Car- pathia náði þeim á þilfar sitt upp — ýmist úr björgunar- bátum, sem látnir liöfðu verið út frá Titcmic, eða af flekum, sem þeir höfðu klifrazt uppi-á. En meðan verið var að bjarga fólki þessu og skipið aðkomna beið kyrrt, lá maðr einn þar án þess nokkuð bærði á honum. Það var Phillips og var þá andaðr. Aðstoðarmanni hans segist svo frá, að hann hafi verið útslitinn af vinnu áðr en slysið kom fyrir, en hann hvergi látið þokast úr starfs-sporum fyrr en allt var xíti, og þá hafi hann fallið saman algjörlega. Mannkynssagan í heild sinni hefir stórum grœtt á afreksverki þessarra trúu félagsbrœðra, sem björgun þeirra allra, er lífi héldu, var undir komin. Og sé hugs- að um flokk mannanna, sem stóðu kyrrir á þilfari skipis- ins mesta, er það var að sökkva undir fótum þeirra í dauðadjúpið, og léku á hljóðfœri sín hin sigrihrósandi sálmalög, þá er mannkynið auðugra fyrir þá endr- minning. Við augum vor allra blasa þessar ljómandi endr- minningar karlmennsku og fúsleika til sjálfsfórnar, sem sagan umj slysið hræðilega og þær hörmungar allar er svo auðug af; en hærra en allt annað útaf fyrir sig og því að baki gnæfir í sögu þeirri kærleilcr guðs, sem jafnframt umvefr allt. Á þetta er heppilega bent með mynd í Philadelphia-blaði einu. Á myndinni sést hönd ein mikil, og í lófa handarinnar, er upp snýr, birtist á hafi úti gufuskip meö fjórum strompum, en á myndina er letrað: In the Hollow of His Hand (í lófa sínum). Af ástœðum þeim, sem enginn maðr fær fullkom- lega skilið, leyfði kærleikr guðs, að Titanic fœrist og allt annað, sem fyrir kom í sögunni um það slys; ef vér gætum séð það allt og þekkt einsog guð lítr á það, þá myndum vér fagna. Þótt synd manna sé að slysi þessu völd, þá hefði guð þó getað komið í veg fyrir það. Hann aftrar mörgu, sem er bein afleiðing mannlegrar syndar. Hann er engu því lögmáli háðr, að hann hljóti

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.