Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1912, Qupperneq 3

Sameiningin - 01.07.1912, Qupperneq 3
I3i í andlegum efnum sem nú er, sést þetta fyrst nokkurn veginn vel skýrt. Nú blasir og sundrungin á kirkjnmála- svæðinu íslenzka við allra augum, og þá þarf það engan að furða., þótt næsta mikið og ömurlegt sé öfugstreymið í stjórnmálum Islands og yfirleitt í borgaralegum efnum þess. Eg minnist á hag þjóðar vorrar á íslandi nú, einsog liann í verulegum stóratriðumj kemr mér fyrir sjónir; fremr öllu öðru fyrir þá sök, að vér, sem heyrum til þessu íslenzka kirkjnfélagi hér uxri slóðir, erum, einsog við var að búast, að svo miklum mun hluttakendr í sjúkdómnum andlega, sem gengr að brœðrum vorum og systrum heima fyrir á íslandi. Þótt heilt úthaf og hálf lieimsálfa eða vel það liggi á milli þjóðflokks vors hér í landi og á Islandi, og þótt bráðum sé eins langr tími liðinn síðan það brot íslenzkrar þjóðar, sem vér heyrum til, flaut hingað yfirum frá ættjörð vorri, einsog leið yfir ísraelsmenn í eyðimörkinni forðum, þótt mörg og sterk sé böndin, sem einsog nú er komið binda oss við fólkslíf núverandi átthaga vorra hér í álfu, og fari með líðandi árum eðlilega vaxandi, þá erunt vér þó, hvort sem oss er það ljóst eða ekki, mjög fast bundnir við ísland enn — allra helzt í andlegum efnum. Hins fslenzka eðlis og hins íslenzka uppruna vors gætir umfram allt á svæði trúarlífsins. Að live miklu eða litlu leyti maðrinn lifir með guði — það skiftir æfinlega mestu. Dýpstu lífs- rœtrnar eru j>ar svo sem að sjálfsögðu. 1 andlegum efnum er nú í rauninni aðeins tvennt til fyrir oss Islend- ingum einsog fólki allra annarra þjóða: trú eða vantrú, líf með guði eða líf fyrir utan guð. En hvor um sig þessarra sundrleitu strauma hins innra lífs getr verið býsna margbreytilegr, og fyrir þá sök er stundum triiin — trú í kristilegum skilningi — engan veginn svo auð- þekkt frá vantrúnni, eða vantrúin frá trúnni. Segja má, einsog einatt hevrist gjört, að í fólkslífi Vestr-lslendinga sé nú uppi jirjár andlegar stefnur, þrjár lífsskoðanir, eða þrennir stranroar: kristna trúin gamla einsog kennd liefir lengst af verið í frœðum kirkju vorrar samkvæmt gnðs orði heilagrar ritningar; í annan stað kenning sú, er Tlnítarar flytja: og í þriðja lagi kenning nýju guðfrœðinnar svo nefndu. Þetta þrennt einkennir engu síðr andlegt líf á Islandi í nútíð en líf

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.