Sameiningin - 01.07.1912, Side 5
133
burtu frá lijartarótum kristinnar trúar. tJt-af því
óheillavænlega tiltœki þeirra hafa efasemdirnar hjá
íslenzkum kirkjulýð andspænis guðs orði stórum vaxið
og sundrungin í andlegum efnum hjá Islendingum beggja
megin liafs að sama skapi aukizt eða margfaldazt.
En að slepptu þessu sérstaka andlega meini—losœði
nýju guðfrœðinnar og þeim ófögnuði öllum—, sem vit-
anlega hefir næsta hart eða tilfinnanlega komið niðr á
kirkjufélagi voru, þá er dreifingar-aflið í þessum hópi
vorum ískyggilega sterkt. Þótt vér gætum hrósað happi
yfir því, sem þó engan veginn er með öllu víst, að félag-
skapr vor sé nú sem stendr algjörlega ósnortinn af því
sérstaka meini, er þegar var á drepið, þá er þó margt
annað, er hjá oss bendir til sundrungar, margt, sem vitan-
lega vill því valda, að hin kirkjulega samvinna vor öll
verði torsókt, þreytandi og langtum of árangrslítil. Dreif-
ingaraflið virðist á þessum síðustu árum áreiðanlega
hafa magnazt í félagshópi vorum. í bœjum, að minnsta
kosti þeim bœ, sem mér er kunnugast um, veitir erviðara
með ári hverju að halda saman sunnudagsskóla og
bandalagi, unga fólkinu, sem tilheyrir söfnuðinum, og
jafnvel eldra fólkinu. Það er og eitthvað, sem dreifa vill
oss, þessum fáu prestum, og fyrir þá sök vill prestunum
hjá oss nú upp-á síðkastið fremr fækka en fjölga. Að
því leyti, sem menn falla fyrir sundrungar-freistingunni,
fœrast menn í reyndinni hver öðrum fjær. En með
firring þeirri aukast. skiljanlega erviðleikarnir við starf-
semina ýmislegu, sem hinn kristilegi félagskapr hefir
í för með sér. Hlutverk þau, er fyrir mönnum liggja í
öllum þessum kirkjulega eða kristilega félagskap, verða
þó vitanlega ekki með líðandi árum minni eða færri,
heldr þvert á móti samkvæmt hlutarins eðli stœrri og
fleiri. Því tilfinnanlegri tvístran sú, er af firringunni
leiðir.
Sannarlega er því vandi fyrir kristið fólk, sem gæta
vill skyldul sinnar, að lifa á þessarri tíð. Það hefir
reyndar ávallt vandi verið, stórkostlega mikill vandi,
en þó — meðal annars fyrir sakir dreifingar-afls sam-
tíðar vorrar — þá er hugsað er um heildina, aldrei áðr
jafn-mikill vandi einsog einmitt nú. Það er náttúru-
lögmál syndarinnar, sem dreifingunni veldr að fornu og
nýju. Og dreifingin heldr áfram og fer vaxandi allt