Sameiningin - 01.07.1912, Síða 7
135
erurn lionum ekki nógu nálægir. Og það er einsog vér
komum oss ekki almennilega að því að halda oss verulega
í návist hans. Eg veit ekki, hvort rétt myndi að kalla
þessa tilhneiging—að láta andlega fyrirberast álengdar,
álengdar við drottin—íslenzkt þjóðernis-einkenni. Það
nær víst til kristins fólks af öðrum þjóðum. , En vér Is-
lendingar erum að ætlan minni sérstaklega þessu marki
brenndir — ef til vill fremr í nútíð en nokkurn tíma áðr
í trúarsögu vorri.
Allir hafa sennilega veitt því eftirtekt, hve ófrrst
fólk er til þess jafnaðarlega að taka sér sæti innarlega
í kirkjum. Menn setjast helzt framarlega, fremst, sem
næst dyrum, yzt. Yilja augsýnilega heidr sitja þar
þröngt en að liafa rúmt um sig í sætunum lengra inni.
Má vera, að þetta sé kurteisi eða hógværð — og að því
leyti, sem svo er eingöngu, telst það mönnúm auðvitað
tií dyggðar. En hætt er við, að þetta standi í of nánu
sambandi við þá tillmeiging, sem vér líklega'állir höfum
til brunns að bera, að halda oss í trúarlífi'vóúu álengdar
frá miðdepli guðs orðs, hjarta kristindöms-úþinberunar-
innar, frelsaranum Jesú Kristi sjálfum. Ekki út-fyrir
takmarkalínuna, sem skilr svæði kristindómsins frá
svæði heiðninnar. Nei, fyrir hvern mun ; ekki út-í
myrkrið þar fyrir utan. En hins vegar ekki mjög inn-
arlega, heldr í ‘mátulega’*) mikiili fjarlægð frá altaris-
stöðinni, sem þá sennilega merkir sama sem mjög utar-
lega, nærri því á vzta útjaðri. — Yér höfum öðru hvoru
liér innan kirkjufélagsins verið að brjótast í því að koma
á trúarsamtals-fundum í söfnuðunum. Þær tilraunir
hafa ekki verulega lieppnazt enn, og liefði þó vissulega
átt að geta orðið kirkjulífinu til blessunar; voru áreið-
anlega samkvæmt tilætlaninni spor í rétta átt. En sami
veikleikinn, sama firrðar-tilhneigingin, var þar í vegi.
Jafnaðarlega fengust svo nauða-fáir til að taka til máls
á þeim fundum—stundum alls engir aðrir en prestarnir.
Og það þá oftast borið fyrir, að þeir einir—þessir fáu—
gæti talað. Það ætti ekki við, að aðrir töluðu við slík
tœkifœri um þau mál — eða það efni — kristindóminn.
Og þeir, sem ekki vildu segja neitt á þeim fundum, þótt
engan veginn skorti þá talsgáfu eða talanda annars, hafa
*) Samanber; „mátulega sofandi rikis,kirkja.“