Sameiningin - 01.07.1912, Qupperneq 10
138
hins fjórða—séra Rúnólfs Marteinssonar—hafði og auövitað
ekki verið prestskaprinn, heldr íslenzku-kennslan og önnur
kennsla við Wesley College í Winnipeg. Hinn sjötti—séra Sig-
urðr S. Christopherson—hefir ekki heldr nema á parti á liðnu
ári starfað fyrir kirkjufélagið—sem trúboði hjá íslendingum,
er búa á dreifing við) Manitoba-vatn norðanvert.
Hér viðí er þvi að bœta, að séra Runólfr Fjeldsteð liefir
fastákveðið að leita sér aukinnar menntunar næsta vetr við háí-
skóla einn suðr og austr í Bandaríkjum, og getr þvi ekki fyrst
um sinn neina þjónustu veitt kirkjufélagi voru lengr en til
hausts. Og séra Hjörtr J. Leó, M. A., hefir einnig fast-ráðið
að fullkomna menntan sína enn meir og vera burt frá kirkju-
legu starfi meðal Islendinga um hríð, þó ekki fyrr en eftir
næsta kirkjuþing. Horfurnar að því er snertir starfsmenn í
hópi vorum nú sem stendr og í næstu framtíð eru því engan
veginn árennilegar, einkum þarsem enginn vestr-islenzkr náms-
maðr er nú, svo kunnugt sé, á leiði með að búa sig undir prests-
embætti.
Séra Guttormr Guttormsson hefir síðan i haust og fram að
kirkjuþingi þessu unnið að.trúboði kristilegu í nafni félags vors
vestr á Kyrrahafsströnd á ýmsum stöðum, þarsem Islendingar
nafa aðsetr, aðallega í Vancouver og Victoria fí CanadaJ, og í
Blaine og á Point Roberts fí BandarikjumJ. Og þótt ekki sé á
svæði þvi enn myndaðr neinn nýr söfnuðr, er þó af fyrirtœki
þessu mikils góðs að vænta. Séra G. G. tekr nú við föstu prests-
embætti i Þimgvalla-nýlendu og Vatnsdalsbyggð, en séra Hjörtr
fer í hans. stað vestr.
Séra Garl J. Ólson, einn af prestunum, sem verið hafa i þjón-
ustu beimatrúboðsnefndarinnar, starfaði fyrst vestr í Sask., en
seinna—síðan í haust—að Gimli og Lundar, Man., og þar í ná-
grenni. Nú hafa söfnuðirnir á þeim svæðum upp-úr því starfi
hans beinlínis ráðið hann sjálfir til sín, og hann, fyrst um sinn
að minnsta kosti, bundizt þeim.
Samkvæmt skýrslu féhirðis var hagr sjóða þeirra, sem
hann annast, á þessa leið: í kirkjufélagssjóði: $274.90. —
Heimatrúboðs-sjóðr: tekjur á árinu $1,251.10. Skuld frá fyrra
ári $1,516.53. Útgjöld $1,839.80. Rentur af pen.lánum $120.
Skuld við féh. $2,225.23.—Júbíl-sjóðr fnú orðinnj: $4,786.00'.
—Heiðingjatrúboðs-sjióðr $2,366.01.
Þingið ályktaði nú að láta heimatrúboðssjóð og júbíl-sjóð
renna saman í eitt—og nefnist svo sjóðr sá heimatrúboðssjóðr,