Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1912, Page 12

Sameiningin - 01.07.1912, Page 12
140 skrifara og féhirði, skuli heimilt, ef þeirn svo sýnist, á kostnað skólasjóðs, aðl gjöra næsta vetr einhverja verklega byrjan ís- lenzks skóla, aðallega til þess að veita tilsögn í guðs orði vænt- anlegum sunnudagsskóla-kennurum og öðrum þeinskonar Bible Institute), og enn fremr nokkra íslenzku-kennslu. Þetta er ný hugmynd í skólamáli voru, og vel framkvæmanleg, ef áhuga eða vilja ekki brestr. Af hálfu Únítara íslenzkra var þess leitað i fyrra, að kirkju- félag vort hefði með þeim og öðrum félögum Vestr-lslendinga samtök um að koma upp hœli fyrir gavnalmenni. Nefnd, sem sett var af síðasta þingi í því máli, skýrð'i frá, að slík samvinna gæti ekki tekizt. Hinsvegar er hugsan kvenfélags Fyrsta lút. safn. í W.peg um stofnun gamalmenna-hælis nú einmitt á góðri leið með að verða að framkvæmd. Frá því var skýrt í Maí- blaðinu fbls. 8oý. Með fyrirkomulagi þeirrar stofnunar, sem á- formað er, virðist liklegt, að það hæli, ef það á annað borð kemst upp. fullnœgi þörfum landa vorra, hvort sem þeir heyra kirkjufélaginu til eða ekki. Að því er snertir málgagn kirkjufélagsins, „Sameininguna“, þá var sömu mönnum sem að undanförnu falin ráðsmennska blaðsins og ritstjórn. Fjárhagr blaðsins er í góðu lagi; en hvað peningalega befst upp-úr útgáfu skáldsögunnar Ben Húr á ísl., er enn óvist. Eftir að sagan á næsta vetri hættir að koma út í iblaðinu er ætlazt til, að þar verði deild sérstök með lesmáli fyrir börn og unglinga; einnig meira en áðr ritað sunnudags- skólum til leiðbeiningar. Gjörðabók kirkjuþings þessa kemr út í sérstökum bceklingi einsog í fyrra. Samkvæmt bending forseta ákvað þingið, að myndaðr sé kirkjubyggingar-sjóðr, sanra sem. á ensku nefnist church exten- sion fund, Úr 'þeim sjóð sé rentulaust, gegn. ábyrgð einstakra rnanna, meðf samþykki forseta lánað fátœkum söfnuðum fé til þess að koma u.pp nýjum kirkjum, en ekki til neins annars. Lán það sé endrborgað á tíu árum eða fyrr. Þingið kaus sérstakan fulltrúa, er það fól fjársöfnun í sjióð þennan, féhirði hr. Jón J. Vopna. Grundvallarlaga-breytingarnar frá því i fyrra, aðallega snertandi úrgöngu safnaðar úr kirkjufélaginu, voru samþykktar í einu hljóði.—f því sambandi einnig samþykkt, að allir söfn- uðir kirkjufélagsins sendi skrifara fyrir næsta nýár eftirrit af grundvallarlcgum sínum, staðfest af forseta og skrifara safn-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.