Sameiningin - 01.07.1912, Síða 17
i4S
hátt. Þetta mun þó áreiSanlega satt; vér heyröum þaöi endr
fyrir löngu, og Fredrik Nielsen biskup getr þess i grein sinni
um Magnús í „Kirkelexikon for Norden". Magnús Eiríksson
vildi heldr lifa viö sult og seyru alla æfi en aö eta brauð kirkju
þeirrar, sem hann afneitaði. Þ'etta er sá heiðr hans, sem ís-
lendingar ætti æfinlega að halda á| lofti. En þann heiðr hafa
prelátarnir á Islandi, sem nú eru fallnir frá trúarjátning kirkj-
unnar þar, ekki hirt uim að tileinka sér.
------o-------
Aðfaranótt þriðjudags 2. Júlí andaðist Jón Sigrjónsson á
64. aldrs-ári í Transcona austr frá Winnipeg, og fór útför hans
fram hinn 4. frá Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg. Hann var
Þingeyingr að uppruna, fœddr á Einarsstöðum i Reykjadal 24.
Jan. 1849. Kom til Vestrheims fyrir réttum þriðjungi aldar,
var einn af frumbyggjum Nýja íslands, hafðist við lengst af úr
því í Winnipeg, og missti hér konu sína, Sigrlaugu Gísladóttur,
15. Febrúar 1899. Af börnum þeirra eru 4 dœtr á lífi, allar
góðkunnar. Á heimili einnar þeirra, Önnu, og manns hennar,
Kolbeins Þórðarsonar, lézt hann. Vinsæll maðr og drengr
góðr, sem hélt fast við barnatrú sína.
Dáin er í Lincoln County, Minnesota, 7. Júlí, ekkjan ASal-
borg Hjálmarsdótt'ir, móðir þeirra Jósefs og Hjálmars Arn-
grímsson, 89 ára gömul. Kom með s'onum sínum frá Skógum í
Vopnaíirði hingað vestr árið 1879. Hún hafði lengi hlakkað til
heimfararinnar í Jesú nafni. B. B. J.
Bjarni Stefán Anderson dó í Minneota 9. Júlí, á 25,
aldrs-ári. Hann var sonr Ólafs heitins Andersons, kaupmanns,
og fyrri konu hans, Sigrborgar Sigurðardóttur. Fœddr í Lin-
coln-byggð 28. Jan. 1888. Bjarni heitinn var efnismaðr. Hafði
ungr verið settr til náms, útskrifazt af lýðháskóla og síðan
stundað nám við Gustavus Adolphus College. Fyrir fjórum
árum tók hann sjúkdóm þann, brjóstveiki, er nú leiddi hann til
bana. Tvö árin síðustu dvaldi hann vestr í Colorado við heilsu-
hælin þar. Skyndilega tók veikin að ágjörast eftir miöjan
Júní-mánuð, og hraðaði sér þá Gústaf kaupmaðr bróðir hans
vestr til hans og gat flutt hanu heim; en svo aðfram kominn var
hann, að hann dó þretn dögum eftir heimkomuna. Hann sikild'i
við oss í sæluríkri trú á frelsara sinn og var sigrihrósanldi', í
dauðanum. B. B. ,T.