Sameiningin - 01.07.1912, Side 20
148
kristilega kirkju, samneyti heilagra, fyrirgefning
syndanna, upprísu holdsins og eilíft líf.
A barn þetta að skírast uppá þessa trú?
(Svar: Já.)
(Barnið nefnt nafni því, er það á að bera, og síðan
þrisvar vatni ausið — skírt — með þessum orðum:)
Eg skíri þig til nafns föðursins, sonarins og heilags
anda.
(Bœn:)
Almáttugr guð, faðir drottins vors Jesú Krists,
sem hefir endrfœtt þig af vatni og lieilögum anda, tekið
þig í samfélag sonar síns elskulegs, drottins Jesú Krists,
og fyrir liann veitt þér fyrirgefning syndanna, hann
styrki þig með náð sinni til eilífs lífs. Amen.
------o------
Sunnudagsskóla-lexíur.
Lexía 4. Ágúst: VerSmæti ríkisins — Matt. 13, 44—53.
44. Líkt er himnaríki fjársjóöi, er fólginn var í akri, en maSr
nokkur fann og fól; en í gleði sinni fer hann burt og selr allt, sem
hann á, og kaupir akr þennan.
45. Bnn er himnaríki líkt kaupmanni einum, sem leitaði að fögr-
um perlum; 46. og er hann hafði fundið, eina dýra perlu, fór hann
og skldi allt, sem hann átti, og keypti hana.
47. Enn er;.ríki himnanna líkt neti, er lagt var í sjóinn og safn-
aði í sig af öllum tegundum; 48. og er þaö var oröiö fullt, drógu
menn þaö aö laruli og settust niör, söfnuöu hinum góöu í ker, en
köstuöu hinum óætu út aftr. 49. Þ annig mun veröa viö enda heims-
ins; englarnir munu fara út og skilja hina vondu menn frá hinum
réttlátu, 50. og þeir munu kasta þeim í eldsofninn; þar mun vera
grátr og gnístran tanna.
51. Hafið þér skiliö allt þetta? Þeir segja viö hann<: Já. 52.
En hann agði viö ;þá: Þessvegna er sérhver frœðimaör, sem orð-
inn er lærisveinn himnaríkis, likr húsráöanda, sem framber nýtt og
gamalt af fjársjóði sínum. 53. Og þaö bar við, er Jesús hafði lokið
þessum líkingum, aö liann tók sig upp þaöan.
Les: Matt. 8, 24-27; Lúk. 8, 23-25. — Minnistexti: Leitið fyrst
ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yðr að auki
(Matt. 6, 33J.
Fjársjóðr á akri (44. v.J. Fjársjóöir voru oft grafnir í jörö,
einkum á óróatímum, þegar rán og rupl var daglegt brauö. Maör-