Sameiningin - 01.11.1912, Side 2
266
Óvitandi hafði allr þorri kirkjulýðsins smásaman lent
í tilveru þéirri. Lang-flestir af mönnum kirkjunnar
rugluðust trúarlega án þess að hafa nokkra liugmynd um,
að þeir væri að missa kristindóminn frá sér, eða að hann
væri að visna upp í höndum þeirra og hjörtum. Það staf-
aði víst fremr öllu öðru af því, að ekki var með nógu mik-
illi samvizkusemi yfir því vakað, að líf almennings —
safnaðanna og þeirra manna, sem söfnuðunum veittu for-
stöðu — væri í raun og veru kristilegt líf. Trúarhug-
myndir kristinna manna vilja ávallt ruglast, sannindi trú-
arinnar deprast fyrir sálarsjón þeirra, við það, er þeir að
liegðan til fara að leyfa sér það eða það, sem skilyrðis-
laust er öllum bannað í guðs orði. Þótt menn ekki bein-
línis afnemi trúarjátning kristninnar fyrir sjálfa sig, eða
sníði hana til samkvæmt kröfum heimsandans, þá hverfr
hún þó burt úr eigu þeirra, verðr í mesta lagi aðeins sem
dauðr bókstafr, svo framarlega sem þess er ekki vand-
lega gætt að halda gjörvöllu lífinu í samhljóðan við þá
trúarjátning. Menn missa, með öðrum orðum, guðs orð
frá sér við það að lifa ekki í guðs orði.
A þennan liátt rugluðust kristnir menn í trúarvitund
sinni á miðöldunum, glötuðu guðs orði, komust inní þoku-
myrkr það liið ömurlega, sem þá fœrðist yfir lönd og lýði
og varð æ dimmra og kuldalegra eftir því, er lengr leið.
Loks lét þó drottinn af náð sinni aftr birta til í kirkj-
unni. Mörg verkfœri liafði hann til þess að koma þeim
gleðilegu umskiftum til leiðar — vekja menn upp af hin-
um langa dauðadvala, hinum óskaplega rökkr-svefni mið-
aldanna. En aðal-verkfœrið til að hrinda stórvirki því
á stað var vitanlega kirkjufaðir vor Marteinn Lúter.
Fyrsta skilyrði fyrir því, að sá maðr gæti orðið aðal-
verkfœri í hendi drottins til þeirrar dásamlegu fram-
kvæmdar, var liin vakandi — liin alvaknaða — samvizka
lians: hið opna auga, er liann hafði fengið í undangenginni
sálarbaráttu, langri og strangri, fyrir því að liann einsog
allir aðrir yrði í lífinu að beygja sig- algjörlega, í fyllstu
alvöru lijartans, undir vilja guðs einsog- hann fyrir Jesúm
Krist hefir oss opinberað í lieilögu orði sínu. Það er
Lúter, sem leiðir kirkjulýðinn í nafni drottins út-úr mið-
alda-þokunni.