Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1912, Page 6

Sameiningin - 01.11.1912, Page 6
270 út-úr hinni andlegu þoku. En er baráttan var liafin og stormrinn tekinn að blása, þá fauk þokan öll burt, og liin göfuga herfylking, sem lionum fylgdi, stóð undir berum liimni og fékk svo æ betr og betr notið hins skínanda sól- arljóss guðs fagnaðar-erindis um frelsarann í heilagri ritning. Kvörtum þá ekki, þótt myrkra-öflin, sem kirkja vor á nú við að stríða, sé meir en lítið mögnuð. Látuni ekki hugfallast. Öll slík mótspyrna á að vilja guðs.að verða oss til góðs — skerpa hina andlegu sjón vora á sannindum guðs orðs og láta oss þykja vænna og vænna um þau, auka afl trúar vorrar, knýja oss til bœnar, binda oss fastar við frelsara vorn, Jesúm Krist, og þarmeð gegnum oss hrinda málefni guðs ríkis lengra áfram. Margsinnis hefir hin síðari ár verið á það bent í tíma- ritum, sem lít koma hér í Yestrheimi, einkum innan Bandaríkja, að fólk hinnar uppvaxandi kynslóðar, það er gengr á hinar œðri menntastofnanir landsins, muni vera frámunalega illa að sér í biblíunni. Umkvartanir þessar fara áreiðanlega vaxandi. Margt hefir og verið leitt í 1 jós, sem sýnir, að engan veginn er þar ástœðulaust kvart- að. Vanþekking sú, sem hér er um að rœða, nær ekki ein- göngu til trúaikenninganna í hinum helgu ritningum vor- um, eða siðalærdóms þess, er þar er haldið fram. Hún snertir líka, og það vegr að sumu leyti enn meir, auðug- ustu menntunar-uppsprettuna, sem fyrir fólki liggr í þeirri sérstöku átt heims-bókmenntanna — biblíunni. Biblían hefir alveg frábært bókmenntalegt gildi, enda hefir vitanlega liaft stórkostleg áhrif á bókmenntir þjóð- anna allra, sem eiga ritningar þær í þýðingum á tungumál- um sínum. Biblían er þar allsstaðar enn þyngri á metum en jafnvel hin frægu ritverk Forn-Grikkja, sem þó að mjög' miklum mun hafa mótað bókmenntir heimsins bæði að fornu og nýju. Vanþekking á biblíunni hjá lýðnum há- skólagengna hlýtr því skiljanlega að verða menntalífi

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.