Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 4
„Mest dánartilkynningar og eitthvað smávegis af fréttum með“ Framhald viðtals Jóns Más Þorvaldssonar við Guðbjörn Guðmundsson — Eru þér ekki einhver sér- slök utvik öðrum fremur minnis- stœð frú þessum úrum í ísufold? „Jú, það var sérstætt tímabil, þegar spánska veikin kom upp hér. Það mun hafa verið í kringum miðjan október 1918, sem fyrsti maðurinn í prent- smiðjunni veiktist. Á hverjum degi þaðan í frá vantaði alltaf einhvern, sem var lagstur í veikinni. Og þannig tíndist allur mannskapurinn niður á bók- bandinu og í setjarasalnum og prentsalnum að undanteknu því að seinast var ég einn eftir í honum ásamt einni stúlku, Guðlaugu Guðjónsdóttur. sem síðar giftist Westlund, og hún hafði nóg að gera og þær báðar, því að þær voru lengi vel tvær, en síðast vorum við Guðlaug ein eftir. Hún lagði í vélina og ég skipti um formana. Ég hafði alltaf tilbúinn form á borðinu, svo að það voru ekki löng hlé. Það var ákveðið verk. sem þurfti nauðsynlega að ljúka til þess að það kæmist út á land með nóvemberpóstferðinni, en það voru Ferðaáætlanir land- póstanna fyrir árið 1919. Þá voru samgöngurnar ekkert í líkingu við það sem þær eru í dag. Það var búið að setja þetta allt saman að minnsta kosti, svo þetta bjargaðist. Svo fór að lokum. að allt 4 — T>rcntartmi

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.