Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 23
birt orðrétt í prentuðum samn- ingi félagsins. SAMNINGUR Síðast gildandi kjarasamningur Hins islenzka prent- arafélags annars vcgar og Félags islenzka prent- iðnaðarins og Rikisprentsmiðjunnar Gutenberg hins vegar framlengist hér með. með eftirfarandi breyt- ingum og þcim breytingum. er leiða af hinum al- menna samningi Alþýðusambands íslands annars vegar og Vinnuveitendasambands íslands og Vinnu- málasambands samvinnufélaganna hins vegar dags. 22/6 1977. 1. Til lausnar sérkrafna Hins isl. prentarafélags er felur i sér jafngildi 2.5^ hækkunar kauptaxta eru eftirfarandi brevtingar: A. Taxti aðstoðarfólks með meira en 7 ára starfsaldur hækki um 5*1. B. Taxti handsetjara. prentara og afstevpara á I. ári hækki um 5T. C. Taxti vélsctjara. innskriftarfólks. monotypesetjara og rotation-prentara fái nýja aldurshækkun eftir 3 ár. 5T á taxta eftir 1 ár og nýja aldurshækkun eftir 5 ár. 5*? á taxta eftir 3 ár. D. Ferðir starfsmanna við prentun dagblaða til og frá vinnustað á þeim tima er al- menningsvagnar aka ekki greiðist með I'a startgjaldi leigubifreiða (hver ferð). 2. Yfirlýsing á bls. 5 i núverandi kjarasamningi H.Í.P. og F.I.P. hljöði svo: Yfirlýsing: Samningsaðilar eru sammála um að útlitsteikn- ing dagblaða skuli vera sameiginlegt starfssvið setjara og blaðamanna. Meðlimir H.I.P. skulu þá hafa sambærileg launakjör og meðlimir Blaðamannafélags Is- lands. 3. Viðauki við grein: 1.5. Aukavinna. Ef aukavinna er nauðsynleg. þá skal hún að jafnaði unnin af þeim. er gegndi starfinu. en ella sé henni jafnað niður á starfsmenn. 4. Nv grein: 1.9. Útkall. Sé starfsmaður kallaður til vinnu frá heimili sinu eftir að venjulegum dagvinnutima er lokið. greiðist honum I klst.. auk þess tima. sem unn- inn er. þó aldrei skemur en 3 klst. 5. Grein 9.5. Viðauki. Þegar störf aðstoðarfólks á starfssviði HlP eru auglýst á annan hátt en í almennum fjölmiðlum ber auglvsanda þegar að senda afril starfsaug- lýsingarinnar til skrifstofu HÍP. 6. Grein 9.12 orðist þannig: Námskeið. Samningsaðilar eru ásáttir um nauðsyn þess. að haldin séu i sameiningu nám- skeið fvrir sveina i iðninni. til að auka verk- þekkingu þcirra og til að kynna þeim ný vinnu- brögð i tæknilegri þróun. Einnig til að auka þekkingu félagsmanna á uppbvggingu. meðferð og möguleikum nýrra tækja. Skulu tveir menn frá hvoru félagi sjá um framkvæmd og skipu- lagningu þessara námskeiða. Kostnaður við námskeiðin greiðist að jöfnu af báðum aðilum. 7. liður samkomulagsins er samhljóða 4. kafla prentaða samningsins. (bls. 17— 19). 8. liður samktimulagsins er birtur orðréllur á bls. 41—43 i prenlaða samningnum. í upphafi þessa samkomulags er vitnað til þeirra breytinga. er leiða af hinum almenna samn- ingi ASÍ og VSÍ. Er því rétt að geta hér þess helzta sem þar kemur fram. Kauphækkun i júní 1977 kr. 18.000 á mánuði Kauphækkun I. dcs. 1977 kr. 5.000 á mánuði Kauphækkun I. júni 1978 kr. 5.000 á mánuði Kauphækkun l.sept. 1978 kr. 4.000 ámánuði Þessar kauphækkanir áttu að koma með jafnri krónutölu á öll nránaðarlaun og hlutfallslega á viku- og tímakaup. Vakta- og yfirvinnuálög haldast sem hlut- fall af dagvinnukaupi. Þá fékkst fram ákvæði um sérstakan verðbótaauka vegna biðtímans frá því að bætur eru reiknaðar og þar til þær korna til greiðslu. Þann 1. sept. og 1. des. 1977 greiðast vísitölubætur í sörnu krónutölu á öll laun. Þessar bætur miðast við að tryggja fullan kaupmátt lægstu launa. Frá og með 1. marz 1978 áttu að greiðast verðbætur með sömu prósentu á öll laun. Gildistími samningsins er til 1. desember 1978. Þó eru í samningnum ákvæði urn að honum nregi segja upp með eins mánaðar fyrirvara ef hróflað er við verðtryggingarákvæðum samningsins með lagaboði. í heildarsamningnum feng- ust fram ýmis fleiri atriði en þau er snerta kaupið. Mætti þar nefna lífeyrismál, vinnuvernd- armál, slysatryggingar. orlof og starfsaðstöðu trúnaðarmanna. Þessir sanrningar urðu þess valdandi, að kaupmáttur taxta- kaups verkafólks er síðari hluta 1977 nokkru hærri en hann var að meðaltali árið 1974. Samn- ingarnir voru fyrst og fremst til að leiðrétta laun þeirra sem verst voru settir — launþegar sem höfðu laun undir 100.000 fengu meira en aðrir. Þegar svo ákveðnum áfanga er náð í launajöfnuninni áttu vísitölu- og verðlagsbætur að koma í prósentum á útborguð laun. í fyrsta skipti 1. marz 1978. Samningarnir voru gerðir á grundvelli upplýsinga sem fyrir lágu frá ríkisstjórninni og ráðu- nautum hennar. Undirritun fór fram nreð vitund og blessun ríkisstjórnarinnar, sem sést bezt á því að hún hafði látið í veðri vaka, að svokallaður pakki kænri til viðbótar samningnum ef hann yrði innan ákveðins ramma. Og pakkinn kom. Það var staðfesting ríkisstjórnarinn- ar á því að hún taldi samning- ana innan þeirra marka sem unnt yrði að standa við. Þrátt fyrir þessa staðreynd lét ríkisstjórnin samþykkja á al- þingi lög um að skerða alla kjarasamninga. Og þetta gerði hún þrátt fyrir þá staðreynd, að þjóðhagsstofnun teldi þjóð- hagslegar forsendur hafa batn- að frá því sem ráð var fyrir gert, þegar samningarnir voru undirritaðir. Samningarnir áttu að leiða til 9% aukningar kaupmáttar launataxta að meðaltali milli áranna 1977 og 1978 og var sú aukning að fullu komin frarn 1. desember 1977. Kaupmáttur- inn átti því að standa óbreyttur það sem eftir var samningstím- ans til 1. des. 1978. Skerðingarlög ríkisstjórn- arinnar þýða að launakjör verða minnst 12% lakari í lok 1978. Kaupnrátturinn verður urn 8% lægri 1. des. 1978 en hann var 1. des. 1977. Gegn þessum aðgerðunr ríkisvaldsins hófu verkalýðs- félög innan ASÍ. undir forystu þess, miklar mótmælaaðgerðir. Náðist góð samstaða með BSRB. BHM og Iðnnemasam- bandinu um mótmælaálykt- anir. Þegar ljóst var. að það ^Prcntarinn — 23

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.