Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 13
JÓN ÞÓRÐARSON: Samheiti félaganna í 54. árgangi Prentanins, 1.—5. tbl., er rætt um sameiningu bókagerðarfélaganna, Bók- bindarafélags íslands, Grafíska sveinafélagsins og Hins íslenzka prentarafélags, þar sem lagðar voru fyrir formenn téðra félaga fimm spurningar, sem þeir svöruðu og skýrðu allgreinilega frá skoðunum sínum og gagn- semi þess að standa sem ein heild, bæði inn á við og út á við. Mér virðist. að þeir séu nokkurn veginn sammála um fjórar fyrstu spurningarnar, enda þótt ýtarlegri rannsókn og samhæf- ing muni fara fram, hvað þau atriði snertir. Um fimmtu spurninguna, hvað hið nýja sameignarfélag skuli nefnast, eru þeir engan- veginn sammála, þar sýnist sitt hverjum. Um samheiti félaganna. ef til kemur. ætla ég aðeins að fara nokkrum orðum. Mér er ljóst að heppilegast mun vera að nafnið sé stutt og falli vel að íslenzku máli. Ef horfið verður frá því að nota eitthvert þeirra heita, er formenn félaganna hafa stung- ið upp á, legg ég til að nota orðið „PrentmenntNú er ekki lengur um að ræða að bækur séu ritaðar á kálfskinn eða sel- skinn og bundnar inn af bók- bindurum á þann hátt, af mik- illi snilld. Nú mun nær ein- göngu vera um prentað mál að ræða, í einhverri mynd. Hinn mikilhæfi fræðaþulur Páll Eggert Ólason, nefndi bækur sínar „Menn og mennt- ir“. — Meistari Hallbjörn kemst svo að orði: „Mál er hugrenn- ingar, hugsanir búnar orðurn, orð, birt í hljóðum, hljóð, geymd í bókstöfum, menning- ararfur menntaþjóðar.“ — Dr. Sigurði Nordal farast svo orð urn áhrifin af prentsmiðju- rekstri, í grein, er hann ritaði í bókina Prentlistin 500 ára: „Ég er nefnilega alinn upp á miðöldum. Það er ekki nema steinsnar frá tímum Gutenbergs til íslenzks sveitabæjar um 1890, þegar ég lærði að stauta, í samanburði við áraveginn frá þessum sveitabæ til stórborga nútímans — eða jafnvel til Reykjavíkur á þessu ári. 1940.“ — Þannig lítur þessi íslenzki hugsuður, frömuður íslenzkra fræða og málsnilldar, á stór- aukna útgáfu prentaðs máls, samfara aukinni menntun. Auk þessa hafa margir af forustumönnum prentarastétt- arinnar á liðnum árum, iðulega hvatt til frekari þekkingar í þessari listgrein, samfara stór- aukinni menntun, til þroska fyrir sjálfa sig og meðbræður sína. Ég hefi undanfarið verið að velta fyrir mér sæmilegu sam- heiti félaganna. Ekki hefur mér tekizt að finna öllu betra nafn en orðið prentmennt. í þessu sambandi sneri ég mér til orða- bókarhöfundarins, Árna Böðvarssonar cand. mag., og bað hann að segja mér álit sitt á orðinu. Hann varð við beiðni minni og svaraði með bréfi, dagsettu 11. marz s.l. Umsögn um orðið PRENTMENNT Að mínu mati felsl i orðinu prent- mennt hvers kyns mennt, starf og þekk- ing i sambandi við prent. Þetta er þó nýyrði, að því er ég best veit. og hefur því ekki unnið sér neina hefðbundna merkingu í málinu. Af þeim sökum virðist ekkert þvi til fyrirstöðu að láta það ná til hvers kyns framleiðslu á prentuðu máli eftir að þætti höfundar sleppir, bæði til setningar og mynd- gerðar. umbrots, prentunar og bók- bands. Galli á orðinu er að báðir hlutar þess rima saman og er það sennilega stirðara til framburðar þess vegna. Slíks eru þó allmörg dæmi fyrir í islensku máli, svo sem vegleg (af veglegur), handband (á bók), viðlið (af viðliður), snarfari, orð- hlutar eins og tilskil(ið) o.s.frv. Arni Böðvarsson. Vissulega ætla ég ekki að gera þetta orð (samheiti-nýyrði) að kappsmáli frá minni hálfu. því vel má vera að einhverjir frjóir hugsuðir innan stéttarinnar finni annað og betra orð yfir samheitið, ef breytinga er þörf, að áliti stjórnenda félaganna. En ekki er skaði skeður þótt menn leggi höfuðið í bleyti og hugsi vandlega um þetta. Frá minni hálfu læt ég svo útrætt um þetta mál, en óska félögunum alls hins bezta á ókomnum árum og áratugum. Með vinsend og virðingu. ^reníarfttn — 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.