Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 8
Og það komu oft upp deilur, ef ekki var allt of mikil atvinna hér í Reykjavík, þegar um- sóknir komu frá prent- urum utan af landi, en þá gilti félagið bara fyrir Reykjavík. Það kom fyrir að inntökubeiðnir voru felldar. á fundi. Og það komu oft upp deilur, ef ekki var allt of mikil atvinna hér í Reykjavík, þegar umsóknir komu frá prenturum utan af landi, en þá gilti félagið bara fyrir Reykjavík. Það kom fyrir að inntökubeiðnir voru felldar. Ég var svo ritari sjúkra- samlagsins 1918 og þar til í júlí 1919“ — Sjúkrasamlag prentara hefur veriö merkileg stofnun? Gaf innsýn í „farmasíuna“ „Það var mjög merkileg stofnun, fyrsta sjúkrasamlag á íslandi, og þetta starf ritarans var alveg ferlegt fyrirtæki. Maður borgaði „reseptin“ niðri í apóteki og svo þurfti að færa þau inn á hvern einasta mann. En þetta gaf aftur á móti þá innsýn í „farmasíuna“, að mað- ur vissi svona nokkurn veginn hvað að hverjum einstökum gekk, þegar maður hafði lesið lyfseðilinn.“ — Þú hefur þá þekkt orðiö alla kvilla hvers einasta meölims Prentarafélagsins? „Já, já, og kvenna þeirra og fjölskyldna. Þetta var mjög áhugavert, og ég hafði gaman af því á stundum. Nú, eftir 1919 verður breyt- ingin. En ég vil nú halda því fram að sú breyting hafi orðið Prentarafélaginu nokkuð hag- stæð.“ Nýtt viðhorf gagnvart samningum — Það hefur náttúrlega skapast meiri atvinna með til- kom u nýrrar prentsm iðju ? „Já, það var nú bæði það, og svo einnig hitt, að það kom allt annað viðhorf gagnvart samn- ingum. Áður stóðu þeir saman Herbert Sigmundsson og Stein- dór Gunnarsson eða Halldór Þórðarson meðan hans naut við, á móti Þorvarði Þorvarðs- syni, sem alltaf var hlynntur prenturunum.“ — Voru þetta fulltrúar at- vinnurekenda? „Já, þetta voru viðsemjendur. Það voru ekki aðrar prent- smiðjur til hér. þegar Acta kom, en ísafoldarprentsmiðja, Gut- enberg og Félagsprentsmiðjan. Að vísu var Rún víst komin þá, en hún var svo stutt við lýði og Félagsprentsmiðjan keypti svo Rún, en Þorsteinn Gíslason var forsvarsmaður hennar. En eftir að Acta var stofnuð og ég komst í stjórn Félags íslenskra prent- smiðjueigenda, þá eru í stjórn- inni: Herbert Sigmundsson. hann var lengst af formaður, en við vorum nú ævinlega miklir mátar, við Herbert, þó það gæti skorist í odda hjá okkur, Þor- varður fyrir Gutenberg og Steindór Gunnarsson fyrir Fé- lagsprentsmiðjuna og fyrir Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri var Pétur Gunnars- son. Fyrsta verkfallið Nú, svo kom náttúrlega til sanininga og verkfalla, og fyrsta verkfallið, sem við lentum í. var verkfallið 1922, minnir mig.“ — Var það mikið verkfall? „Heilmikið verkfall. Gunnar Einarsson var þá formaður Prentarafélagsins. Það voru barasta ekki haldnir fundir eða neitt, ekkert gert. Svo einu sinni hitti ég Gunnar og segi, að þetta sé ekki hægt, þetta þýði ekkert, svona strögl, við verðum að gera eitthvað. Það verður til þess að hann kallarsaman fund samninganefndanna — ég var þá ekki í samninganefnd. Ég man ekki glöggt, hvort það voru tveir frá hvorum, eða eitthvað svoleiðis, nema eftir nokkra daga er þetta klappað og klárt. — En þar naut Prentarafélagið, er mér óhætt að segja, alveg fullkominna sanngirnissjónar- miða okkar Þorvarðar. Kreppan kom raunverulega 1930 Ekki bara í þessum samning- um, heldur í öllum samningum. sem ég kom nærri. þar til ég hætti í Acta 1. mars 1936. Og mér eru sérstaklega minnis- stæðir einir samningar, en það mun hafa verið um áramótin 1931 — 32. Þá var þannig ástatt, að 1930 hafði verið alveg glans- ár hjá öllum prentsmiðjum. Það voru áhrif frá Alþingishátíð- inni. En svo kom árið 1931 og þá datt allt niður. Það var bara ekkert að gera hjá neinum. Þá var kreppan komin. Sjáðu til. kreppan kom raunverulega 1930, en hennar gætti bara ekki hér. vegna þess að peningunum var ausið út og þeir látnir rúlla vegna hátíðarinnar, og það gerði ekki annað en illt verra.“ — Skellurinn hefur þá kannski orðið öllu meiri fvrir vikið? „Þess vegna varð skellurinn miklu meiri. Þegar svo loks að 8 — ^renfarínn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.