Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 28

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 28
Nýr lóðasamningur var gerður vegna sumarbústaða- lóða í landi félagsins og hafa allflestir lóðahafarskrifað undir hann. Nokkrir eru þó eftir og vonandi tekst næstu fasteigna- nefnd að ljúka þeim farsællega á konrandi starfsári. Baldur H. Aspar (sign.) Skýrsla orlofsheimilis- nefndar 1977. Arið 1977 voru orlofsheimilin í Miðdal auglýst til umsóknar i samtals 84 vikur. Umsóknir urðu færri en oft áður eða sam- tals 40 talsins. Var því að þessu sinni hægt að verða við óskum flestra umsækjenda, þrátt fyrir það. að nú sem jafnan fyrr sæktu flestir um tímabilin í júlí og fyrri hluta ágústmánaðar. Þar sem umsóknir voru svo fáar sem að framan greinir, var haft samband við ýmsa félaga, sem nefndinni var kunnugt um að áhuga höfðu og ávallt eru tilbúnir til að nota þau tímabil, sem laus eru. Var með því hægt að leigja út orlofsheimilin í um það bil 70 vikur. og er það aðeins rrieira en árið 1976. Umsóknir um þau 17 tímabil, sem auglýst voru um orlofs- heimilið að Illugastöðum í Fnjóskadal urðu samtals 35, þar af voru 11 umsóknir frá aðilum, sem þar höfðu áður dvalið og komu því ekki til greina við út- hlutun að þessu sinni. Af þeim 25 sem dregið var um við út- hlutun fengu 13 dvalarleyfi í 3.—15. tímabili. Voru því 4 tímabil ónotuð að 111 ugastöð- um. Á síðasta ári var orlofs- heimilisnefnd heimilað af stjórn HÍP að kaupa fjóra ísskápa í orlofsheimilin, og voru þeir keyptir áður en notkun heimil- anna hófst. Eru þeir til mikils hagræðis fyrir íbúana, sér í lagi fyrir þá er ekki hafa bíla til afnota og verða því að kaupa mjólk og aðrar matvörur til nokkurra dagaí senn. Á s.l. ári vísaði stjórn HÍP til orlofsheimilisnefndar bréfi frá Alþýðusambandi Norðurlands, en í því bréfi var HÍP boðið til kaups orlofshús að Illugastöð- um, til viðbótar því sem félagið á þar nú þegar. Nefndin var að lokinni at- hugun sammála unr, að mæla frenrur með staðsetningu orlofshúss á austur- eða vestur- landi, þegar efni og ástæður félagsins leyfðu slík kaup, en hugsanlegt er. að alþýðusam- böndin þar hafi orlofshús til sölu á þessu eða næsta ári. Að síðustu skal þess getið. að til umræðu hefur verið hjá nefndinni að athuga um nrögu- leika á raflagningu í þá tvo bústaði, sem HÍP á í gamla hverfinu. Um tekjur og gjöld vegna orlofsheimilanna vísast til reikninga HÍP. Jón Ágústsson (sign.) Skýrsla skemmtinefndar Á aðalfundi HÍP vorið 1977 voru eftirtaldir menn kjörnir í skemmtinefnd: Bragi Garðars- son. Baldur Garðarsson, Jón Baldursson, Jón Úlfljótsson og Jón Hermannsson. Nefndar- menn komu sér saman um að halda skák- og bridgemót ásamt ýmsu fleiru. Jón Hermannsson fluttist til Vestmannaeyja um sumarið og gat af þeim orsökum ekki starfað með í nefndinni. Hér á el'tir verður skýrt frá störfum nefndarinnar á s.l. starfsári. Bridge. Sunnudaginn 20. nóvember hófst sveitakeppni í bridge og mættu aðeins sveitir frá Morgunblaðinu og Blaðaprenti hf. Með Blaðaprenti hf. spilaði hin „gamla kempa" Jón Þórð- arson sem núna er 87 ára og elsti prentari á íslandi. Með- spilari hans var Bergur Garðarsson. Morgunblaðið sigraði í mjög spennandi keppni. Tvímenningskeppni í bridge var haldin dagana 19. og 26. febrúar og úrslit urðu þau að Arnór Ragnarsson og Árni Jörgensen Morgunblaðinu sigr- uðu. í öðru sæti voru Bergur Garðarsson og Brynjar Örn Bragason. Fjögur pör mættu til leiks. Jón Þórðarson spilaði einnig í tvímenningnum og var mótspilari hans Baldur Garðarsson. Skák. Hraðskákmót var haldið sunnudaginn 15. janúar og þátttaka með færra móti. Sigurvegari varð Baldur Garð- arsson, Morgunblaðinu. Sveita- keppni var ekki hægt að halda vegna þess að engin sveit mætti til leiks. Kvikntvn das vning. Sunnudaginn 18. desember var haldin kvikmyndasýning fyrir börn. Um sextíu börn mættu og skemmtu sér vel. Þeim var gefið kóka-kóla og prins póló í hléinu. Skemmtinefndin þakkar Ágústi Kr. G. Björns- syni sérstaklega fyrir frábæra sýningarstjórn. Jólatrésskemmtun. Fimmtudaginn 5. janúar var jólatrésskemmtun haldin í 28 — ^rcníarínn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.