Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 41

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 41
Jón Þóröarson 26 ára. Eyðileggingin varð mjög til- finnanleg fyrir prestshjónin, séra Jakob og hina ágætu frú hans. Sigríði Kjartansdóttur, áður prests í Holti. Meðan ég dvaldi þar voru tvær yngismeyjar þar einnig. Þær voru úr Reykjavík og önn- uðust þar símavörslu. Einn daginn fékk ég svohljóðandi skeyti. sem engin undirskrift var undir: „Heill sé þér, frændi, hvar sem þú fer, / að Holti eða Tjörnum ef ferð þína ber, / hamingjan ávallt hafi’ á þér gætur, / en hjáipi þér einkum við bændadætur." Símastúlkurnar fussuðu, er þær meðtóku þetta skeyti. Þótt skeytið væri nafnlaust, vissi ég. að sendandinn var enginn ann- ar en Gunnlaugur gamli Bjarnason. Þegar stúlkurnar fussuðu, flaug þessi staka í gegnum huga minn: Dúfur tvær í dauðafæri draga ekki hót. Mörg ein er á mínu snæri mögnuð þokkasnót. Ekki stóð samt á dömunum að spila við mig á kvöldin. Dag einn brá ég mér ríðandi austur að Skógum. Bakkakotsá eða Bakkaholtsá (sem hún er ýmist nefnd) var á miðjar síður. í Skógurn hitti ég Harald Sig- urðsson, sem var við Zimsens- verzlun. Hann var bróðir Þuríðar Sigurðardóttur, sem hafði fyrsta barnaheimilið er þá var staðsett á Litlu-Grund, þar sem Árni Pétursson læknir átti síðar heima. Þegar við komum að ánni í bakaleið, lagði Har- aldur þegar í stað út í ána og lenti á hrokasund, en hafði sig samt upp á eyri við vestari bakkann. Ég fór lítið eitt neðar, þar sem ég hafði áður farið yfir ána á austurleið. Þar var áin ekki nema á miðjarsíður. Er ég lagði af stað suður, var ég reiddur vestur yfir Markar- fljót, að Steinmóðarbæ. Þaðan fékk ég fylgd yfir Álana, sem voru næstum á sund, og alla leið að Hemlu í Landeyjum. Þar var ég ferjaður yfir Þverá og varð að halda í tvo hesta, sem voru látnir synda rneð ferjunni. Varð ég að halda þeim frá ferjubátn- um alla leið. því þeir sóttu eftir að koma upp í bátinn. Ég gekk svo frá Garðsauka heim að Stórólfshvoli. þar sem ég þáði góðan beina hjá frú Margréti og Guðmundi lækni. Að því búnu hélt ég gangandi vestur að Æg- issíðu. þar sem reiðskjóti minn, hjólið. beið mín, og hélt við- stöðulaust áfram að Kolviðar- hóli. Mun þá láta nærri að ég hafi í einurn áfanga farið um 120—130 krn leið. í Hveradöl- um var svo hvasst, að stormur- inn var rétt búinn að hrekja mig út af veginum. Þá steig ég af hjólinu og leiddi það við hlið mér heim að Hólnum. Ég fékk ágætis viðtökur hjá Sigurði Daníelssyni á Hólnum og hans ágætu konu. Valgerði Þórðar- dóttur, og átti þar mjög góða nótt, enda var komið fram yfir miðnætti, er ég kom þangað. Daginn eftir fór ég í rólegheit- urn til Reykjavíkur. Þar með lýkur þessari ferðasögu. AÐSETURSSKIPTI Munið að tilkynna skrifstofu HÍP breytingar á heimilisföngum. Jómfrú Týpógrafía Á inngangshurðinni til prentsmiðjunnar á Leirár- görðum hékk svolátandi prentuð „athugasemd fyrir óviökomandi gesti“: Jómfrú er hjer inni, Ein af Mentagyöju Dætrum dæileg. Sú er opt að sinni Sígleðjandi yðju Ljóss að leiða’ á veg. Hennar geislar hafa myrkrin flúið, Hún á rjetta leið fær viltum snúið, Hún hefur mörgum heillir andar, trúið Hennar ráðum, virta Bræður, búið Mannvits meistarastykki, af mönnum fúsa skilið Æru’ og góðvild á. Er því ei í skikki Inn að strax i bili Vaðir, Víf að sjá, Vín framandi. læyfisgjald fyrst láttu Lystugt klingja mannlyndis að háttum. Húsráöendum sóma sýna áttu. Svo alt að skoða, á engu taka máttu. Þetta digti þarf ekki að syngja! 'ÍJrcntarinn — 41

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.