Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 5
heimilisfólkið uppi hjá Ólafi Björnssyni lagðist, bæði vinnu- konurnar, börnin og þau hjón- in. Einn maður var það þó, sem aldrei fékk inflúensuna, en það var Stefán gamli Runólfsson. Við reyndum að koma Morg- unblaðinu út. 2 síðum, ég held annan hvern dag til að byrja með. Það var að miklu leyti fljótsett, það voru mest dánar- tilkynningar og eitthvað smá- vegis af fréttum með. En að því kom. að við treystum okkur ekki til þess að gera þetta, og blaðið féll víst niður í nokkra daga. Það jók einnig á starf mitt, að allt heimilisfólkið uppi lagðist, því ég varð að kveikja upp í svefnherbergjunum hjá þeim. svo þau hefðu einhverja hlýju, og auk þess að ná í eitthvað matarkyns handa þeim að borða. Borghildur. eiginkona Ólafs Björnssonar, fór einna best út úr veikinni og flesta daga fór hún niður í eldhús. Þá lét hún mig vita um það og kveikti ég þá upp í eldavélinni. svo heitt var orðið í eldhúsinu. Hún eldaði síðan einhvern mat handa þeim, svona eitthvert léttmeti, til þess að þau þyrftu ekki að svelta. Alltaf var maður að vona að þeir færu að koma aftur. þessir sem fyrstir lögðust. • Matthías Guðbjörn og Stefán Runólfsson i skemmtiferð með ísafoldarprent- smiöju að Fífuhvammi. Einarsson læknir kom daglega til Ólafs Björnssonar. Einasta meðalið, sem notað var við þessari veiki var kínin. en það gekk brátt til þurrðar í apótek- inu. Ég hafði þá fyrirhyggju, að fá Ólaf til þess að biðja Matthías að koma með tíu skammta af kínin handa mér, til þess að ég gæti skellt í mig skammti, ef ég finndi eitthvað til. Þetta kom verulega að gagni, því einstaka sinnum fékk ég sára verki í höfuðið eða í skrokkinn. Þá fékk ég mér kín- inskammt og þá lagaðist það. Þannig hélt þetta áfram þar til ég var búinn með skammtana. Svo var það einn morgun, þegar ég vaknaði, að mér fannst ég vera ákaflega skrítinn. Ég mældi mig ekki, en klæddi mig og fór niður eftir, en ég gat eig- inlega ekki fengið mig til þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég sagði við Stefán laust fyrir hádegið, að nú komi ég líklega ekki aftur eftir hádegið. En svo vel vildi til, að einmitt kl 1 kom sá, sem fyrst veiktist. Úr því fór mannskapurinn að tínast inn. Ekki kvellisjúkur Ég fór vel út úr inflúensunni sjálfur, því að ég hef yfirleitt ekki verið svo kvellisjúkur um ævina. Éghafði ekki hita nema í þrjá daga. Það fyrsta sem ég Þá sást ekki maður á götu í Reykjavík, nema sem var að fara í apó- tekið. Það var alveg dauður bær. gerði, þegar ég kom heim, var að fara niður í kjallara og höggva niður eitthvert sprek til þess að hægt væri að kveikja upp í svefnherberginu, ef ein- hver yrði á fótum eða rækist inn. Þegar ég kom heim voru allir lagstir í húsinu nema einn gamall maður. Þegar ég niældi mig um kvöldið var ég með 40 stiga hita. Ég var þá orðinn svangur og heimtaði eitthvað að éta, en það var þá ekkert til nema hrísgrjónavellingur og át ég kúfaðan disk af honum. Eftir það sofnaði ég eða komst í eitt- hvert mók. Konan sagði, að ég hefði verið með óráð lengi fram eftir nóttu. Um morguninn er ég með 39 stiga hita og næsta kvöld 38 og á þriðja degi er ég hitalaus. Ég hafði fregnir af því að allmargir væru komnir til vinnu í ísafold og hitt vissi ég, að það yrði gífurlegt álag, svo ég tók mér viku frí til að jafna mig, enda var ég mjög máttlaus eftir þennan hita. Þegar ég kom aftur til vinnu, voru flestir komnir aftur, enda vorum við víst í hálfan mánuð einir. Stefán gamli og ég. Eina verkið, sem maður gerði, var að prenta erfiljóð, allt að ellefu erfiljóðum yfir daginn. Ein vél- in var alveg upptekin í því og við höfðum þann hátt á, að sálmarnir voru settir uppi og ^renfarinn — 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.