Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 26

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 26
Núverandi húsnæði félagsins er á ftestan hátt óhagkvæmt og hefur stjórn félagsins fengið heimild til að festa kaup á nýju. lenzkur og tveir erlendir rit- stjórar fagblaða. Að auki mega íslenzku félögin tilnefna tvo menn hvert til að sitja fundina til skiptis. Er þetta gert vegna þess að fundurinn er haldinn hér. Ekki eru þó allir upptaldir sem koma erlendis frá, því margir fulltrúanna hafa maka sína með, eða 19. Erlendu gest- irnir verða alls 46. Að undirbúningi fundarins standa skv. lögum sambandsins íslenzku aðildarfélögin, HÍP og Grafíska sveinafélagið. Bók- bindarafélagið hefur sótt um aðild að NGU og IGF og verður tekið formlega inn í NGU á fundinum. Þeir hafa þess vegna einnig unnið að undirbúningnum. Þegar er ákveðið að dvalar- og fundarstaður verði Hótel Saga. Einnig er ráðgert að halda sameiginlegan félagsfund HÍP, GSF og BFÍ og fá 2—3 erlendu gestanna til að flytja erindi um ávinning af sameinuðu félagi. Áskrift að Vinnunni. Með bréfi dags. 17. janúar s.l. fór ASÍ þess á leit við félagið að það legði sitt af mörkum til þess að „Vinnan" næði traustum rekstrargrundvelli með því að kaupa áskrift fyrir sem flesta félagsmenn. Stjórnin ákvað að verða við þessari beiðni, þannig að félagið kaupi áskrift að Vinn- unni fyrir stjórnar- og fulltrúa- ráðsmenn og einnig trúnaðar- menn félagsins á vinnustöðum. Var ákvörðun þessi kynnt ASÍ skriflega þegar fyrir lágu úrslit kosninga í fulltrúaráðið. Nýtt félagsheimili? Á félagsfundi þann 28. nóvem- ber 1977 lagði fasteignanefnd m.a. fram eftirfarandi tillögu: Fasteignanefnd lcggur til að fundurinn samþykki að hugað verði að kaupum á nýju húsnæði fyrir starfsemi félagsins. Buldur Aspur Kristján Bergþórsson Hermann A óalsteinsson. Tillaga þessi hlaut þó nokkra umræðu með og á móti, og sumum fannst ekki nógu langt gengið með tillögunni. í umræðunum kom svo fram önnur tillaga svohljóðandi: Félagsfundur HlP. haldinn 28. nóvember 1977. samþykkir að heimila stjórn að festa kaup á hentugu húsnæði fyrir starfsemi félagsins og afla lánsfjár til Þess. Guönnindur A óalsteinsson Sludd: Ingimundur B. Jónsson óskar S veinsson. í lok umræðna var þessi tii- laga borin undir atkvæði og samþykkt með 13 atkvæðum gegn einu. Eftir að tillaga þessi var sam- þykkt hefur stjórnin nokkuð rætt þessi væntanlegu húsakaup og kannað hvort eitthvert hent- ugt húsnæði sé til sölu. Ekki hefur enn fundist slíkt húsnæði en reynt er að fylgjast með framboði. Niðurlag. Skýrsla þessi, sem er orðin nokkuð margorð. ætti að gefa til kynna þau verkefni sem mestan tíma hafa tekið, en annað er látið fylgja til fróðleiks. Segja má að skýrsla stjórnar verði að vera ítarleg, en ég ætla að mörgum finnist hér nóg komið. í lokin leyfi ég mér að endur- taka það sem skrifað var á sama stað í fyrra: Vonandi vakna ýrnsar spurningar og hugmynd- ir við lestur skýrslunnar og er þá tilganginum náð með birtingu hennar. F.h. stjórnar HÍP Ólafur Emilsson (sign.) Skýrsla bókasafns- nefndar 1977. Eins og fram kom í skýrslu bókasafnsnefndar fyrir árið 1976 voru tveir nemendur í bókasafnsfræðum að vinna við skráningu bóka í safninu. Er þeirri skráningu nú að verða lokið. Það kom einnig fram í skýrslunni. að við andlát Krist- ínar Guðmundardóttur. ekkju Hallbjarnar Halldórssonar. féll bókasafn þeirra hjóna til HÍP. og að Meyvant Hallgrímsson prentari hefði verið fenginn til að gera skrá yfir þann mikla fjölda bóka, sem í safninu var. Hefur hann nú lokið því starfi og unnið það á þann veg. sem 26 — '}>rentarinn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.