Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 27

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 27
Bókasafn prentara Ársreikningur 1977 Tekjur: 1. Framlag HlPv/1977 Kr. 100.000 2. Framlag HIP v/1973 . — 50.000 3. Vextir af sparisjóðsbók 4796 , — 1.302 4. Vextir af ávísanareikn. 47805 — 374 5. Tekjuafgangur frá 1976 - 94.354 Samtals Kr. 246.030 Gjöld: 1. Skráning bóka Kr. 149.500 2. V/bókasafns H.H. og K.G , — 59.500 3. Spjaldskrárspjöld . — 6.000 4. Bókaverzl. Sigf. Eymundssonar — 9.360 5. Sögufélagið — 1.960 6. Félag bókasafnsfræöinga — 2.410 7. Bókakaup — 3.000 Kr. 231.730 Tekjuafgangur 14.300 Samtals Kr. 246.030 Tekjuafgangur: Sparisjóðsbók 4796 Kr. 11.066 Ávísanareikningur 47805 . — 1.964 I sjóði . — 1.270 Samtals Kr. 14.300 Apríl 1978 Jón Ágústsson (sign.) bezt hæfir minningu hinna merku gefenda. Þegar lokið verður skráningu hinna mörgu og merku bóka, sem í eigu HÍP eru. hlýtur sú spurning að koma í hugann, hvar koma skuli þeim fyrir, svo að þær séu sem aðgengilegastar fyrir prentara til afnota. Nefndin hefur að þessu sinni engar tillögur um það atriði fram að færa. en væntir þess, að stjórn HÍP ætli safninu verðug- an samastað. ef af þeim húsa- kaupum verður, sem um hefur verið rætt. Bókakaup á árinu hafa verið með minna móti og veldur þar mestu lítil fjárráð bókasafns- nefndar. Verður vonandi hægt að auka þau kaup á komandi ári. ef hækkun verður á fram- lagi HÍP til bókasafnsins. Svo sem á árum áður hafa safninu borizt bókagjafir frá velviljuðum bókaútgefendum og ber að þakka þann vinarhug til HÍP. Reikningar bókasafnsins fyrir árið 1977 fylgja skýrslu þessari. Skýrsla fasteignanefndar. Á aðalfundi félagsins 1977 var Kristján G. Bergþórsson kosinn í nefndina. Fyrir í nefndinni var Baldur H. Aspar og Hermann Aðalsteinsson, sem var til- nefndur af stjórn félagsins. Nefndarmenn skiptu með sér verkum þannig: Formaður Baldur H. Aspar. Ritari Kristján G. Bergþprsson. Gjaldkeri Hermann Aðalsteinsson. Fasteignanefnd hélt 16 bókaða fundi á starfsárinu. Miðdalur var að venju aðal- verkefni nefndarinnar. Nú er lokið að klæða risið í íbúðar- húsinu. einnig var gerð rotþró og lögð ný skolplögn. Þá var sett á fjárhúsið lofttúða og gengið frá klæðningu undir þakskeggi og kjölur settur á mæni fjár- hússins. Þá skeði það í sumar að ábú- andinn í Miðdal lét grafa mikla framræsluskurði og endurgrafa þá gömlu án samþykkis nefnd- arinnar og telur nefndin hann hafa brotið leigusamning, sem við hann var gerður 1975 til þriggja ára. Nefndin telur því ekki æskilegt að gera nýjan samning við núverandi ábú- anda. M.a. vegna þessa og fleira, kannaði nefndin möguleika félagsins til að taka jörðina úr ábúð og hafði viðtöl við ýmsa aðila um málið m.a. forseta ASÍ og hreppsnefnd Laugardals- hrepps. Fasteignanefnd samþykkti því tillögur til stjórnar félagsins um ákveðnar aðgerðir um þessi mál. Jörðin var auglýst laus til ábúðar frá næstu fardögum. 11 umsóknir bárust. Nefndin ræddi við níu af umsækjendum, í tvo náðist ekki. Samningur hefur verið gerður við Guð- mund Birki Þorkelsson Laugar- vatni til fimm ára. ‘3>rentariitn — 27

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.