Litli Bergþór - 22.07.1987, Síða 10

Litli Bergþór - 22.07.1987, Síða 10
9 Aðalfundur hestamannafélagsins Loga var haldinn 8.apríl. Á fundinum var fjallað um mörg mál og kosið í stjórn félagsins, formann og annan meðstjórn- andann. Tvennt var mest áberandi í starfsemi félagsins á liðnu starfsári en þaö var húsbyggingin og Landsmótið og undir- búningur þess. Að undanförnu hefur verið í gangi á vegum Landssambands hestamannafélaga, uppbygging á æsku- lýðsstarfsemi innan hestamanna- félaganna og er Landssambandið búið að tilnefna Kolbrúnu Kristjánsdóttur til að sjá um undirbúning á starfinu. Hvert félag kýs eða skipar fulltrúa, sem svo sér um starfsemina í sínu félagi. í þessu starfi taki þátt öll börn og unglingar jafnt félagsbundin sem og önnur. Þessi starfsemi snertir hestamennsku almennt, til dæmis hirðu hesta, reiótygja o.fl. Eins og áóur var sagt var kosió í stjórn, formann og meðstjórnanda, kosningu til formanns hlaut Óláfur Einarsson og meðstjórnandi var kosinn Kristinn Antonsson. Á Landssambandsþingi í haust voru kjörnir sem aðalmenn, Þráinn JÓnsson og Kristinn Antonsson, fyrsti vara- maður Ólafur Einarsson og annar vara- maður Helgi Guðmundsson. Ákveóió er aó eins fljótt og auóið er, verður unnið vió aó einangra og klæða hús félagsins aó innan og því gefiö nafn, en á aóalfundinum var stungiö upp á nokkrum nöfnum, en stjórninni siðan falið að vinna úr þessum uppástungum. 'Töluveróur ágóði varó af Lands- mótinu siðastliðið sumar og skiptist hann á milli félaganna sem að mótinu stóðu. Okkar hlutur fór til Rangár- bakka s.f. og verður notaóur til aö greiða uppbyggingu svaeðisins á Gadda- staóaflötum við Hellu. Tillaga stiórnar að nefndum félagsins voru samþykktar og eru þannig: Kappreiðanefnd Kristinn Antonsson Þórey Jónasdóttir Jón Njarðarson Guðbjörn Þrastarson Trausti Kristjánsson vara: Karl Jónsson . Skeiðvallarnefnd Helgi Guðmundsson Magnús Kristinsson Ingvar R. Ingvarsson vara: Hörður Hauksson. Firma-og reiðnámskeiðsnefnd Sigriður J.■Sigurfinnsdóttir Kristján Kristjánsson Sigríður Guðmundsdóttir vara: Sigurlína Kristinsdóttir. Kappreiðadómnefnd Arnór Karlsson Guðni Karlsson Þráinn Jónsson vara: Guðmundur Sigurðarson. Kristján Kristjánsson / Fjölbreytt VERSL G.SÆLAND. Laugarási. Opnunartimi t. júní - 31. icjúsX virka da^a kl. 9.30 ~ 1900 um hd(]av kl. 1000 - 19°°. vöruúrvaí - veriá velkomin !

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.