Litli Bergþór - 22.07.1987, Síða 31

Litli Bergþór - 22.07.1987, Síða 31
/jzttc/ssc y3/j/b- /<?J6. y^sAJ^ 1 vor er leió reiö yfir sunnanvert landió jaröskjálfti, sem skaut fólki skelk í bringu. Var ekki laust viö aó Suöur- landsskjálftinn frægi kæmi upp í hugann hjá mörgum. Fyrir nokkrum misserum skaut Haraldur á Dalbrún aö okkur bók, sem hann átti í fórum sinum, sem heitir; Jarðskjálftar á Suðurlandi eftir Þorvald Thoroddsen gefin út áriö 1899. í henni má finna grein eftir Magnús Helgason prest á Torfastööum, sem hann skráöi 10. júni 1897, um áhrif skjálftans hér i Tungunum. Til frekari fróöleiks fylgir skrá yfir tjón, sem varö á bæjum i Torfastaöasókn i þeim miklu hamförum. S.Q. Heima: Þaö var mióvikudaginn 26. ágúst, hérumbil stundu fyrir miðnætti. Veóur var lygnt og lausaþykkni á lofti. Tvo undanfarna daga haföi verió þerrir góöur, en þar áóur höfðu gengiö óþurrkar óvenju langvinnir og stórfelldir, var allsstaðar mikió hey laust, og þennan dag voru allir aö bera heim, viöa fram a nótt. Ég var meó öðrum manni uppi i heygarói og vorum viö aó biöa eftir seinustu heylestinni af engjunum. Konur voru allar komnar inn i bæ. Vió urðum eigi fyrr varir viö, en heyiö, sem viö vorum uppi i, tók aó hristast og i sama vetfangi heyrðum vió glamur mikió til kirkjunnar og bæjarins i járnþökunum, þvi miður leit ég ekki á klukkuna, til þess aö sjá hversu lengi skjálftinn varaöi, en ég hugsa aó það hafi veriö nálægt l'. Við sátum kyrrir á meðan, en hægt hefói þó verió aö ganga fyrir titringnum, eigi var hann meiri en svo. Mér fannst hann koma úr norðaustri, en maðurinn, sem meö mér var, hugöi þvert á móti. Af kvenfólk- inu i bænum er þaó aó segja, aö þvi brá mjög vió og leitaói til dyranna. Konan min kallaöi: "Ekki fram i göngin þau hrynja helst". Allar stukku þær þó út. Piltarnir, sem komu heim meö lest- ina, kváöu hestana hvorki hafa fælst né dottió, þeir stóöu grafkyrrir meóan titringurinn stóö yfir. Þegar búió var aó spretta af hestunum, gengum vió öll inn og bar ekki á neinni hræóslu. Morguninn eftir var seint fariö á fætur. Gjörói þá skúr talsveróa, en veóur var hió blióasta. Þegar ég var klæddur gekk ég nióur aö myllu, eins og ég var vanur, og dvaldist nokkuó inni i mylluhúsinu. Þegar ég gekk heim- leióis, kom maóur úr Kotinu i veginn fyrir mig og sagói aó þá heföi komió snarpur jaröskjálfti og hefói brotnaó sperra i búrinu og hellur dottiö nióur og brotið ilát. Ég gekk heim sióan og sá þá vegsummerki, var fallið ofan hesthús i túnjaöri og eldiviðarhús viö bæinn. Bar öllum saman um aö þessi kippurinn heföi verið snarpari, en sá um kvöldió áöur, en talsvert styttri. Mig furóar á þvi, aó ég skyldi eigi veröa var viö hann. Skröltió i myll- unnt og titringuiinn af vatnshjólinu hefir átt sinn þátt i þvi, en þó er ég viss um, aö minna hefur oróiö af honum þar en heima. Mylluhúsið stendur vest- anvert viö gil á beru blágrýtisholti. Eftir þetta tóku aó berast voóa- fregnir af landskjálftunum austan yfir ár og_var nú varla um annað talaö. Sló óhug miklum á flesta menn, bæöi karla og konur. Smám saman gjöróist mönnum þó rórra i skapi, þegar frá leió og vonuöu aó ósköpunum væri nú linnt. Þegar ég haföi fengió greinilegar fregnir austan yfir Hvitá, sendi ég hraðboð um alla sveit, og fór sjálfur aö safna mannhjálp handa Gnúpverjum, er sárast voru þá leiknir i þessari sýslu, var þeirri liösbón vel tekið og skyldu mennirnir allir, 22 aö tölu koma saman við Hrepphólakirkju sunnudag 6.sept. Kvöldið fyrir þann dag lögöust menn til svefns aö vanda og var þá flestum horfinn allur ótti. Þegar ég hafói sofiö litla hrió, vaknaði ég við það, aö öll baóstofan nötraöi, svo aó brakaói i hverju tré og kona, sem hvildi i næsta herbergi hljóóaöi svo hátt, aó ég hugsaði aö hún væri limlest, en þaö var hún þó ekki, hún henti sér út um gluggann. Var nú allt á tundri i baóstofunni, ljós var kveikt og klæddust allir, þegar kippurinn var afstaðinn, var tjaldaó úti og lá þar sumt fólkiö, en sumt uppi i heygarði, en flestir voru á ferli fram eftir nóttunni. Stundu eftir miönætti kom annar kippurinn, vægari nokkru en hinn og litlu sióar hinn þrióji og var sá vægastur, en milli þeirra var svo aö segja sifellt rugg og eins á eftir, fann ég þaö glöggt þar sem ég lá i rúminu, þó aó þeir fyndu þaó litt, sem á ferli voru var titringurinn mjög likur þvi, sem er á gufuskipi, þegar legió er út vió súóina. Enginn hvildi i baöstofunni þaó sem eftir var nætur, nema vió hjónin og systir min, sváfum vió nokkra stund eftir aó kyrró komst á. Þessa nótt brotnuðu viðir i baöstof- unni og göngunum og fjósinu, en engin hús féllu ofan. Um morguninn reió ég upp aö Haukadal til aó messa, sáust þá tjöld úti viðast hvar, var ótti mikill i mönnum, og þótti nú ekki sýnt hvar staðar mundi nema. Eftir þetta sváfu flestir i tjöldum úti og vióa var matreitt úti og foróast aö koma i bæina. Héldu sumir þeim hætti fram á haust, enda var veórátta hin blióasta allan þennan tima.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.