Litli Bergþór - 01.05.1994, Page 27

Litli Bergþór - 01.05.1994, Page 27
Frá frjálsíþróttadeild Nú þegar vetri er lokið og sumar tekið við er rétt að fara fáeinum orðum yfir vetrarstarf íþróttadeildarinnar. Frjálsíþróttaæfingar voru undir stjórn Elínar Jónu Traustadóttur fram í febrúar, en þá varð hún að hætta sökurn anna í skóla. Ekki tókst að fá annan þjálfara í hennar stað, svo undirritaður mætti á æfingamar og reyndi að hafa ofan af fyrir krökkunum. Yngri krakkarnir mættu mjög vel í vetur og voru áhugasöm, en þau eldri voru mjög fá og urðum við að hætta með æfingar fyrir þau um áramótin. Innanfélagsmót í frjálsum var haldið á síðustu æfingunni fyrir jól. Stór hópur fór á aldursflokkamót HSK á Selfossi í febrúar, þar urðum við í 9.sæti sem er stórt stökk upp á við frá því í fyrra. A þessu móti unnu fjórir krakkar sér rétt til þátttöku á íslandsmeistaramóti 14 ára og yngri. Aðeins tveir sáu sér fært á að fara, en það voru þeir Dagur Kristoffersen sem keppti í kúluvarpi og Georg Kári Hilmarsson sem keppti í langstökki án atrennu. Síðasta vetrarmótið í frjálsum er þriggjafélagamótið sem var haldið á Laugarvatni sumardaginn fyrsta. Úrslit þess eru væntanlega birt hér í blaðinu. Borðtennis er íþrótt sem krakkamir hafa mikinn áhuga fyrir, en hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Úr því munum við reyna að bæta næsta haust. Mót hafa verið óvenju mörg í vetur. Ber þar fyrst að nefna jólamót sem Umf. Hrunamanna stóð fyrir í fyrsta sinni 30. desember. Þar unnum við Hrunamenn, en það var aðeins 1/2 stig sem skildi á milli og var þetta hið skemmtilegasta mót, sem vonandi verður áframhald á. Suðurlandsdeildin er nýtt mót sem var komið á f vetur. Þar kepptu frá okkur þrjú karlalið og eitt kvennalið. Við tókum síðan þátt í HSK mótinu sem var haldið að Flúðum, Islandsmeistamóti unglinga, Flokkakeppni unglinga og Islandsmóti 2. deildar karla. Þess má einnig geta að fjórir stráka frá Umf.Bisk. voru valdir í unglingalandslið Islands og hafa verið á æfingum með því í vetur. Þeir fara síðan til Irlands í júlí og keppa þar fyrir Islands hönd, þetta eru þeir Axel Sæland, Guðni Páll Sæland, Ingimar Ari Jensson og Þorvaldur Skúli Pálsson. Þessir strákar, ásamt Einari Páli Mímissyni og Elmu Rut Þórðardóttur, hafa verið valin til æfinga hjá HSK fyrir Landsmót UMFI en þar fá þrír karlar og þrjár konur frá HSK að keppa og verður gaman að sjá hvort eitthvert af okkar fólki kemst þar að. Körfuboltinn hefur verið með allra fjörugasta móti hjá okkur f vetur. Hjörtur Freyr Vigfússon hefur þjálfað alla flokka og æfingamar hafa verið miklu fleiri en síðastliðið ár og áhuginn aldrei meiri. Við vomm með þrjú lið í HSK mótum. Karlalið, unglingalið drengja og unglingalið stúlkna. Síðan hafa yngri krakkarnir líka fengið eina æfingu í viku, og luku æfingatímabilinu með keppni á fjögurrafélagamótinu. Sund hefur ekki verið æft í vetur, en nú stendur til að byrja með æfingar í maí og stefna á þátttöku á aldursflokkamóti HSK sem verður í júlí. Nokkrir krakkar fóru á unglingamót HSK sem haldið var í október og stóðu sig með ágætum og nú fyrir stuttu fóm þau á sundmót sem haldið var á Selfossi til minningar um Þórð Gunnarsson sem var þjálfari þar til margra ára. Af þessu má sjá að íþróttastarf hefur verið töluvert í vetur og vil ég að lokum þakka öllum þeim sem störfuðu með okkur bæði þjálfurum, foreldmm og krökkunum sjálfum og vonast til að sjá ykkur öll hress og kát á íþróttavellinum í sumar. Aslaug Sveinbjörnsdóttir. Körfuknattleiksskýrsla Jæja, þá er köfuboltavertíðinni lokið fyrir þennan vetur. Mikil áhugi og gróska hefur einkennt þetta tímabil sem hefur síðan skilað sér í miklum framförum þó að úrslit í leikjum hafi ekki alltaf verið eins og við hefðum helst viljað haft þau. Heldur voru þó úrslit á uppleið þegar líða tók á veturinn. Öll liðin eiga hrós skilið fyrir prúðmannlega framkomu, jafnt innan sem utan vallar. Eldri flokkamir æfðu tvisvar í viku en yngri flokkur einu sinni. Nánar um æfingamar og val á körfuboltamanni ársins hefur birst áður. Úrlsit í leikjum urðu þessi: Stúlkur: 7. - 10. bekkur (HSK - MÓT) U.M.F.Bisk. - Þór 28 - 24 Garpur - U.M.F. Bisk. 19-15 Hrunamenn - U.M.F.Bisk. 40 - 20 Stigahæstar af stúlkunum voru: Eva Sæland 24 stig og Áslaug Rut Kristinsdóttir 19 stig. Blandað: 5. - 7. bekk U.M.F. Bisk. - Hrunamenn 16-18 U.M.F. Bisk. - Hvöt 30 - 18 U.M.F. Bisk. - Laugdælir 16 - 34 U.M.F. Bisk. lenti í öðru sæti á þessu fjögurra liða móti. Stigahæstir voru: Ketilll Helgason 28 stig og Bóas Kristjánsson 24 stig. Drengir: 8. - 10. bekk (HSK - MÓT) U.M.F. Bisk. - Þór 34 - 46 Garpur - U.M.F. Bisk. 44 - 39 U.M.F. Bisk. - U.B.H 28 - 52 Hrunamenn - U.M.F. Bisk. 66 - 42 Laugdælir - U.M.F. Bisk. 52 - 25 Hekla - U.M.F. Bisk. 29 - 34 U.M.F. Bisk. - Selfoss 44 - 32 Stigahæstir voru: Fannar Ólafsson 86 stig, Þorvaldur Pálsson 48 stig, Einar Páll Mímisson 41 stig og Jónas Unnarsson 26 stig. Reykholtsskóli sendi lið úr4.-5. bekk, 6. - 8. bekk og svo 9. bekk, bæði í stúlkna og drengjaflokki, á bekkjarmót milli skóla sem haldið var á Laugarvatni og er skemmst frá því að segja að þau unnu t' þremur flokkum af sex sem er mjög góður árangur. 3. - 7. bekkur fóru f æftngaferð á Flúðir fyrr í vetur og kepptu þar gegn ýmsum liðum og stóðu sig með prýði. Eg vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum ánægjulegt samstarf í vetur. Sérstaklega þakka ég þó (fyrir mína hönd og annara körfuboltamanna) Áslaugu Sveinbjömsdóttur fyrir mikið og óeigingjamt starf. Einnig fá þeir Eldur Ólafsson og Bóas Kristjánsson sérstakar „stuðningsmanna þakkir". Hjörtur Fr. Vigfússon 20. HSK mót í borðtennis á Flúðum Héraðsmót karla í körfubolta. 16. apríl 1994. Bisk Laugdælir 42-81 Piltar 14-15 ára Strákar 12-13 ára. Garpur Bisk. 81-45 1. Ingimar Ari Jensson 1. Georg Kári Hilmarsson Bisk. Eyfellingur 64-52 2. Þorvaldur Skúli Pálsson 2. Hilmar Ragnarsson Baldur Bisk. 50-39 3. Guöni Páll Sæland 4. Bóas Kristjánsson UBH. Bisk. 40-49 4. Ólafur Lýður Ragnarsson Drengir 16-17 ára Bisk. Hrun. 51-57 5. Dagur Kristoffersen 1. Einar Páll Mímisson Bisk. Mímir 65-72 Hnokkar 11 ára og yngri. 3. Magnús Brynjar Guömundsson Hamar Bisk. 60-49 3. Óskar Maríus Blomsterberg Karlar 40 ára og eldri. Þór Bisk. 132-35 Hnátur 11 ára og vngri. 2. Gunnar Sverrisson ÍKÍ Bisk. 73-71 5. Ósk Gunnarsdóttir 1. Umf. Hrunamanna 56 stig 4 gull Bisk. Selfoss 28-74 6. Fríða Helgadóttir. 2. Umf. Biskupstungna 56 " 3 gull. | Litli - Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.